Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 54
LiLLeström tapaði án
guðbjargar
norsku meistararnir í Lilleström
töpuðu fyrir Frankfurt á heimavelli
sínum í fyrri viðureign liðanna í
16-liða úrslitum meistaradeildar
evrópu í gærkvöldi. Landsliðs-
markvörðurinn guðbjörg gunn-
arsdóttir missti af leiknum vegna
meiðsla sem hún hlaut
í leik með íslenska
landsliðinu í síðasta
mánuði. Hún á þó
möguleika á að ná
síðari leiknum sem
fer fram í Þýskalandi
í næstu viku.
sara björk gunn-
arsdóttir og félagar
í sænska meistara-
liðinu rosengård
mæta agsm
Verona í fyrri
leik sínum í
kvöld.
Í dag
17.30 Kiel - PSG Sport
18.00 OHL Classic Golfstöðin
19.35 Noregur - Ungverjal. Sport
18.00 Fram - ÍBV Framhús
18.00 Grótta - Fjölnir Hertz-höllin
18.30 Akureyri - Afture. KA-heimilið
19.15 KR - Snæfell DHL-höllin
19.15 Tindastóll - Höttur Sauðárkr.
19.15 FSu - Njarðvík Iða
19.15 Stjarnan - Þór Þ. Ásgarður
19.30 ÍR - FH Austurberg
19.30 Valur - Haukar Vodafone-h.
20.00 Grótta - Víkingur Hertz-höllin
gunnar á stóra sViðinu
bardagi gunnars nelson gegn
Demian maia verður í aðal-
hluta á bardagakvöldi uFC í
Las Vegas þann 12. desember.
aðeins fimm bardagar eru
á svokölluðu „main card“ og
er bardagi gunnars í þeim hópi.
Þetta er í annað sinn sem gunn-
ar á bardaga á stóra sviðinu í Las
Vegas en hann barðist á sama stað
nú í sumar. aðalbardagi kvöldsins
verður á milli jose aldo og Conor
mcgregor, æfingafélaga gunnars.
Nýjast
Keflavík - Valur 71-66
Stigahæstar: Melissa Zorning 27 (11
frák.), Sara Lind Þrastardóttir 12 (8 frák.)
– Karisma Chapman 26 (18 frák.), Hallveig
Jónsdóttir 14.
Keflavík jafnaði grindavík og Val
að stigum eftir að hafa unnið þessi
tvö lið í síðustu tveimur leikjum
sínum.
Snæfell - Hamar 89-32
Stigahæstar: Haiden Denise Palmer 17
(7 frák.), Rebekka Rán Karlsdóttir 15 (5
frák.) – Suriya McGuire 8 (5 fráköst), Jenný
Harðardóttir 6.
botnlið Hamars reyndist engin
fyrirstaða fyrir Íslandsmeistara
snæfells.
Haukar - Stjarnan 78-62
Markahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 23,
Helena Sverrisdóttir 17 (15 frák., 7 stoðs.)
– Chelsie Schweers 34 (8 frák.), Ragna Mar-
grét Brynjarsdóttir 11 (11 frák.)..
Haukakonur eru enn með fullt
hús stiga eftir sjö umferðir. góður
lokakafli gerði útslagið gegn
stjörnunni.
Efst
Haukar 14
Snæfell 12
Keflavík 6
Grindavík 6
Neðst
Valur 6
Stjarnan 4
Hamar 0
Domino’s-deild kvenna
1 2 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 F I M M T U D A G U r38 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
sport
5
2
3
5
15
ALLS
17
ALLS
12
ALLS
3
8
2
4
5
1
5
1
✿ Þriggja stiga körfur stórskyttna Keflavíkurliðsins
Valur Orri
Valsson
2,6
þristar í leik
56,5%
þriggja stiga skotnýting
Magnús Þór
Gunnarsson
2,2
þristar í leik
39,3%
þriggja stiga skotnýting
Guðmundur
Jónsson
2,0
þristar í leik
34,5%
þriggja stiga skotnýting
Reggie
Dupree
2,0
þristar í leik
58,8%
þriggja stiga skotnýting
KörFUboLTI uppskriftin að
árangri karlaliðs Keflavík í körfu-
boltanum undanfarna áratugi
hefur oftar en ekki verið hraður
leikur og þriggja stiga ógnun úr
öllum hornum.
eftir alltof mörg döpur tímabil
á undanförnum árum mæta Kefl-
víkingar ferskir og sjóðheitir til
leiks í Domino’s-deildina í vetur.
Liðið sem var með verstu
þriggja stiga skotnýtinguna í
deildinni fyrir þremur árum situr
nú eitt í toppsætinu yfir bestu
þriggja stiga skotlið deildarinnar
og nú eins og oft áður eru margir
leikmenn liðsins að ógna fyrir
utan þriggja stiga línuna.
Keflvíkingar hafa fundið leik-
gleðina aftur og það sem meira
er að byssur liðsins eru komnar
aftur í leitirnar og þær hafa verið
fullhlaðnar í upphafi móts.
Fjórir með yfir tvo þrista í leik
Valur Orri Valsson nýtti sumar ið
vel og hefur tekið langþráð skref,
magnús Þór gunnarsson er kom-
inn heim á ný og reggie Dupree
fær nú að taka þátt fyrir alvöru
eftir að hafa fengið íslenskt
vegabréf. guðmundur jónsson
er líka skotmaður sem má ekki
fá tíma fyrir utan þriggja stiga
línuna. Það er því bókstaflega
ógnun úr öllum hornum en allir
þessir fjórir hafa skorað yfir tvær
þriggja stiga körfur að meðaltali í
leik í fyrstu fimm umferðunum.
Það má heldur ekki gleyma
ágústi Orrasyni sem kom til
liðsins frá njarðvík og er með yfir
einn þrist að meðaltali í leik af
bekknum.
Enginn þristur frá Kananum
Það er því ekki að há Keflavíkur-
liðinu að bandaríkjamaðurinn
earl brown jr. hitti ekki úr einu af
átta þriggja stiga skotum sínum í
þessum fimm leikjum.
earl brown jr. blómstraði hins
vegar í hröðum upphlaupum
liðsins og hentar því vel að liðið
vill keyra upp hraðann. Þeir
sem þekkja líka skyttur Kefla-
víkurliðsins vita að þeim þykir
fátt meira freistandi en að skella
niður þristi í hraðaupphlaupi.
Frammistaða Vals Orra hefur
vissulega staðið upp úr en hann
hefur hækkað sig bæði í stiga-
skori og stoðsendingum frá því
í fyrra. nýting hans fyrir utan
þriggja stiga línuna er líka frábær
en 13 af 23 þriggja stiga skotum
hans í fyrstu fimm leikjunum
hafa ratað rétta leið. Hann er því
með 56,5 prósenta nýtingu þrátt
fyrir að hafa hitt illa í síðasta leik
(1 af 6).
Nú má nota Reggie
reggie Dupree er annað dæmi
um leikmann sem hefur fengið
tækifæri til að skipta um gír.
reggie var í Keflavíkurliðinu í
fyrra en fékk þá aðeins að spila
27 mínútur að meðaltali því hann
var ekki búinn að fá íslenskt
vegabréf. nú er reggie Dupree
hins vegar fullgildur íslenskur
leikmaður og fær alvöru tæki-
færi til að spila. Hann hefur ekki
aðeins spilað lykilhlutverk í
vörninni því kappinn er með yfir
58 prósenta þriggja stiga skot-
nýtingu í fyrstu fimm umferðum
deildarinnar.
Heimkoma magnúsar Þórs
gunnarssonar hefur líka verið
Byssurnar aftur fullhlaðnar
Keflavík er eina taplausa liðið og eina liðið sem hefur skorað hundrað stig að meðaltali í leik í fyrstu fimm um-
ferðum Domino’s-deildar karla í körfu. Þriggja stiga skyttur Keflavíkurliðsins hafa fundið fjölina sína í haust.
gleðiefni fyrir Keflvíkinga. Hann
átti góðan leik í fyrstu tveimur
leikjunum og þrátt fyrir að það
hafi ekki borið eins mikið á
honum í síðustu leikjum þá má
aldrei líta af kappanum. magnús
er heldur hvergi eins mikið á
heimavelli og í „mega skjóta hvar
sem og hvenær sem er“ leikstíl
Keflavíkurliðsins.
Keflavík er aðeins sjötta
félagið á síðustu fimmtán árum
sem skorar yfir hundrað stig að
meðaltali í fyrstu fimm leikjum
sínum. síðast þegar Keflvíkingar
náðu því, haustið 2002, fögnuðu
þeir Íslandsmeistaratitlinum
um vorið. góð byrjun hefur þó
ekki alltaf þýtt góðan endi hjá
Keflavíkurliðinu og gott dæmi um
það var fyrir tveimur árum þegar
liðið vann sex fyrstu leiki sína en
endaði síðan á því að vinna ekki
einn leik í úrslitakeppninni.
Frá því að núverandi fyrir-
komulag var tekið upp í úrvals-
deildinni haustið 1996 hefur 21
félag náð að vinna fyrstu fimm
leiki sína en aðeins sex þeirra
hafa unnið Íslandsmeistara-
titilinn vorið eftir. Það er því
enn mikið eftir og því örugglega
enginn titlaglampi í augum Kefl-
víkinga ennþá.
Stór próf fram undan
Fram undan eru tvö mjög stór
próf fyrir Keflavíkurliðið. Fyrst
útileikur í grindavík annað
kvöld og svo heimaleikur á móti
Íslandsmeisturum Kr tæpri viku
síðar. Það er ljóst að það er ekki
hægt að meta styrk Keflavíkur-
liðsins til fulls fyrr en í ljós kemur
hvað liðið gerir á móti þessum
öflugu mótherjum.
Þriggja stiga
skytturnar komnar í
leitirnar í Keflavík
Keflvíkingar hafa hitti úr rétt
tæplega 41 prósenti þriggja
stiga skota sinna í fyrstu fimm
umferðunum og eru það lið
í Domino’s-deild karla sem
hefur nýtt þriggja stiga skotin
sín best til þessa. Það er mikil
breyting frá því tímabilið 2012-
13 þegar öll hin ellefu liðin í
úrvalsdeildinni voru með betri
þriggja stiga skotnýtingu en
Keflvíkingar. Það var mikið fall
fyrir Keflavíkurliðið sem árið á
undan var með bestu nýtingu
eins og nú.
Þriggja stiga nýting Keflavíkur
2015-2016 1. SæTI (40,9%)
2014-2015 7. SæTI (31,6%)
2013-2014 5. SæTI (33,9%)
2012-2013 12. SæTI (27,7 %)
2011-2012 1. SæTI (35,4%)
Hundrað stig í leik í
fyrstu fimm leikjunum
frá 2000 til 2015:
GrInDAvíK 2008-09 555 stig
SnæFeLL 2012-13 520 stig
KeFLAvíK* 2002-03 519 stig
Kr* 2008-09 508 stig
njArðvíK 2013-14 507 stig
KeFLAvíK 2015-16 502 stig
* Urðu Íslandsmeistarar
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
E
-F
3
E
4
1
6
E
E
-F
2
A
8
1
6
E
E
-F
1
6
C
1
6
E
E
-F
0
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K