Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 76
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þættirnir Master of None veita inn­sýn í heim nokk­urra einstaklinga um þrítugt sem eru búsettir í New York. Þættirnir sýna oft spaugilegar hliðar hins flókna nútíma­ heims. Áhorfendur eru umsvifalaust færðir inn í heim Aziz Ans­ ari sem fer með hlut­ verk leikarans Dev sem hefur að mestu atvinnu af því að leika í auglýsingum. Vinahópur hans er afar fjölbreyttur og endurspeglar Bandaríki dagsins í dag. Þættirnir eru þematengdir, einn þeirra fjallar um hvernig það er að vera barn inn­ flytjenda í Bandaríkj­ unum, annar um hættur s e m m æ t a ko n u m þegar þær fara út á lífið og svona mætti halda áfram. Ansari gerði alls tíu þætti sem allir fóru beint á Netflix. Góðar samræður Þegar horft er á þættina er greini­ legt að mikið er lagt upp úr samræðum á milli helstu pers­ ónanna. Ansari er þekktur fyrir uppistand sitt og má berlega sjá áhrif þaðan í því hverju persónur þáttanna velta fyrir sér. Til dæmis eru langar samræður um sjónarhorn Eminems í text­ anum í laginu Lose Yourself og hvort rapparinn hafi verið að rappa sem hann sjálfur eða karakterinn W h i t e R a b b ­ it úr mynd­ inni 8 Mile. Ansari segir a ð u p p i ­ s t a n d i ð hafi hjálp­ að sér að móta Dev og frásagnar­ Aziz Ansari slær í gegn í nýjum þáttum Smokkurinn rifnar í miðjum klíðum og parið gúgglar möguleika á getnaði, áður en það fer saman út í apótek. Já, þetta er hin vandræðalega upphafssena í fyrstu seríunni af þáttunum Master of None sem hafa slegið í gegn. Aziz Ansari er höfundur þáttanna Master of None auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið. FréttAblAðið/Getty mátann í þáttunum. „Allar sögur veita ákveðna innsýn og sjónar­ horn. Í tveimur síðustu sýningum mínum hef ég þróað þetta sjónar­ horn mitt á lífið og fannst rétt að setja það í einhvern farveg. Fyrst ætlaði ég að gera kvikmynd, en svo fann ég mig ekki í því,“ segir Ansari um þættina. Hann segir að alltof margir í bransanum líti niður á sjónvarpið og vilji frekar gera kvikmyndir. „Ég myndi þora að ábyrgjast að fjórir þættir af Master of None standist öllum grínmyndum, sem hafa komið út undanfarið, snúning,“ bætir hann kokhraustur við. Woody Allen og hann Ansari segir að þættirnir séu að hluta til byggðir á hans eigin reynslu. „Alveg eins og Alvy Singer endurspeglaði Woody Allen í Annie Hall, þá er Dev svolítið eins og ég.“ Ansari bætir við að mótíf þáttanna sé kvikmyndir frá áttunda áratug síðustu aldar, á borð við Man­ hattan, Heratbreak Kid, Annie Hall og The Graduate. Myndir sem eru byggðar upp á samræðum, myndir sem sýni hlutina á hispurslausan hátt, myndir sem þurfa ekki alltaf að enda vel. Þættirnir fóru beint á Netflix, eins og svo margir aðrir þættir um þessar mundir. Ansari segir að margar sjón­ varpsstöðvar hafi sýnt þáttunum áhuga. „En Netflix bauðst strax til þess að gera tíu þætti. Við þurftum ekki einu sinni að gera „pilot­þátt“. Ég hef áður unnið með Netflix og líkar það samstarf.“ Ansari bætir því við að hann sé sáttur við að þátturinn sé ekki á dag­ skrá hjá stóru sjónvarpsstöðvunum, því þá væru líkur á því að hann hefði ekki sama frelsi í umfjöllunarefni sínu. Gagnrýnendur lofa þættina Þættirnir hafa nú þegar fengið mikið lof frá gagnrýnendum. Í The New York Times er talað um bestu gamanþætti ársins. Þeir hafa líka fengið lof í stærstu blöðum og tíma­ ritum Bandaríkjanna, á borð við LA Times, Variety og Washington Post. Í gagnagrunnum, sem unnir eru upp úr gagnrýni fjölmiðla og áhorfenda, gerir Master of None svo sannarlega gott mót. Á Metacritic er þátturinn með 91 stig af 100 mögulegum. Á IMDb eru þættirnir með 8,7 af 10 í einkunn og á Rotten Tomatoes eru þeir með 100% í einkunn frá gagn­ rýnendum og 92% frá áhorfendum. kjartanatli@frettabladid.is Alveg eins og Alvy singer endur- speglAði Woody Allen í Annie HAll, þá er dev svolítið eins og ég. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r60 L í F I ð ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -7 8 7 4 1 6 E E -7 7 3 8 1 6 E E -7 5 F C 1 6 E E -7 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.