Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 72
PS4
Assassins
Creed Syndicate
HHHHH
Assassins Creed Syndicate tekst
vel að rífa upp leikjaseríu sem var
byrjuð að dala nokkuð. London
árið 1868 er skemmtileg borg
að heimsækja og eins og áður er
nóg að gera í leiknum. Jafnvel of
mikið. Leikurinn er skemmtilegur
og í stað þess að Ubisoft hafi reynt
að bæta við gömlu leikina á var-
hugaverðan hátt, hafa grunnatriði
Assassins Creed verið löguð til og
fínpússuð.
Þó er ekki hægt að segja að engar
nýjungar líti dagsins ljós. Meðal
annars er hægt að aka hestvögnum
og nota reipisbyssu til að klifra upp
veggi á skjótan hátt. Óhætt er að
segja að leikirnir hafi í raun tekið
stakkaskiptum frá því að Altaïr
Ibn-La’Ahad myrti fólk í Jerúsalem
á tímum krossfaranna.
Lengi hafa verið vandræði með
klifur og hlaup karaktera leikjanna,
en þeim tilvikum þar sem þessi
vandræði líta dagsins ljós hefur
fækkað til muna. Þá var síðasti
leikur seríunnar, Unity, fullur af
útlitsgöllum við útgáfu, en það er
ekki að sjá að þessu sinni.
Syndicate er níundi leikurinn í
seríunni, en auk þessara níu leikja
hafa þrettán aðrir verið gefnir út.
Fyrsti leikurinn var gefinn út árið
2007 svo ljóst er að Ubisoft hefur
ekki slakað á við framleiðsluna. Þá
verður kvikmynd sem byggð er á
sögu leikjanna frumsýnd á næsta
ári.
Að þessu sinni stýra spilarar
tveimur launmorðingjum, sem
hægt er að skipta á milli eftir því
hvor hentar fyrir verkefnið sem
liggur fyrir. Um er að ræða tví-
burana Jacob og Evie Frye. Jacob
hentar betur til bardaga og Evie
hentar betur þegar þörf er á leynd
og laumugangi. Verkefni þeirra er
að frelsa London undan harðstjórn
Musterisriddaranna, eða Templ-
ars, og finna Huluna frá Eden, eða
Shroud of Eden.
Það gera þau með því að frelsa
hverfi fyrir hverfi í gríðarlegra
stórri borg sem Ubisoft hefur byggt
og að safna mönnum í Hróka-
gengið. Í leiðinni hitta systkinin
fjölmarga sögufræga aðila, eins og
Charles Darwin, Alexander Bell og
fleiri.
Leikurinn lítur vel út og er
skemmtilegur, eins og áður segir.
London er gríðarlega stór og Syndi-
cate virkar vel fínpússaður. Sagan
er hins vegar ekki upp á marga
fiska og er frekar einföld. Þá er
mikið um léttleika og grín sem á
vel við þau Jacob og Evie.
Kjartan Atli Kjartansson
NiðurStAðA: Styrkir leiksins eru
margvíslegir. Hann lítur frábærlega út
og spilunin er hröð og skemmtileg.
Iðnbyltingin kemur vel út í Assassins
Creed leik, þar sem farið hefur verið
víða um. Saga Synidicate er hins vegar
frekar einföld og kliskjukennd.
Frískað upp á slappa seríu
Jacob og Evie Frye kynnast fjölmörgum sögufrægum aðilum í baráttu sinni gegn Musterisriddurunum. Mynd/UbisoFt
2 msk. olía
2–2,5 l vatn
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 msk. ferskt engifer, rifið niður
með rifjárni
1 grænt epli, skorið í litla bita
3 – 4 gulrætur, smátt skornar
6 - 7 stilkar mini-maís, skornir í
grófa bita
2 – 3 kjúklingabringur
3 – 4 tsk. karrí
4 msk. rjómaostur
1 tsk. kjúklingakrydd
2 kjúklingateningar
1 dós kókosmjólk
3 tsk. tómatpúrra
Salt og pipar, magn eftir smekk
Kjúklingasúpa með eplum,
karrí og kókosmjólk
Ljúffeng súpa sem glimrandi gott er að gæða
sér á þegar kvöldin taka að lengjast.
Húsvíkingurinn Axel Flóvent vakti
mikla athygli á Iceland Airwaves-
hátíðinni um síðustu helgi en tón-
listarblaðamenn og bransakallar
kepptust um að hrósa honum og
nokkrir þeirra breyttu ferðaplönum
sínum til þess að sjá síðustu tón-
leika hans á sunnudagskvöldið.
„Við vitum um að minnsta
kosti fjögur plötufyrirtæki í stærri
kantinum sem voru að fylgjast með
honum um helgina. Ég veit að tveir
útsendarar áttu flug heim á sunnu-
deginum sem þeir breyttu til að sjá
síðustu tónleikana á sunnudags-
kvöldið. Við erum í viðræðum við
nokkur plötufyrirtæki en stígum
varlega til jarðar og pössum okkur
að gera það sem er rétt fyrir Axel,“
segir Sindri Ástmarsson, umboðs-
maður Axels.
Alls kom Axel fram á átta tónleik-
um á hátíðinni ásamt því að taka
upp vídeó-sessjón fyrir bandarísku
útvarpsstöðina KEXP og tónlistar-
tímaritið Line of Best Fit.
„Ég hef sagt það áður að íslenskir
tónlistarmenn fá ekki betra tæki-
færi til að sýna sig en á Iceland
Airwaves. Við höfum nú þegar
gengið frá meira en tíu erlendum
tónleikabókunum og á Axel að
minnsta kosti helminginn af því. Ég
á von á því að þessi tala fimmfaldist
á næstu vikum. Einnig seldi Axel lag
í stóra þýska auglýsingu og vinsælan
sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum.
Hinir tónlistarmennirnir mínir
stóðu sig einnig mjög vel og bókaði
AmabAdamA sína fyrstu erlendu
tónlistarhátíð. Emmsjé Gauti og
Úlfur Úlfur fengu líka margar fyrir-
spurnir og nokkur plötufyrirtæki
fylgjast náið með Mána Orrasyni,“
útskýrir Sindri.
Næsta stóra verkefni Axels er
Eurosonic-tónlistarhátíðin í Hol-
landi. Þar spilar Axel á þrennum
tónleikum. – glp
Seldi lag í auglýsingu
og sjónvarpsþátt
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent vakti mikla lukku á Iceland Air
waves og er í viðræðum við nokkur plötufyrirtæki eftir hátíðina.
Hitið olíu í potti við vægan hita, steikið
lauk og hvítlauk í smástund. Bætið næst
gulrótum, eplabitum og engifer saman
við. Kryddið til með salti, pipar og
karrí. Hellið vatni saman við og bætið
tómatpúrru og kjúklingateningum út
í, suðan látin koma upp og súpan látin
malla í 10 mínútur. Hitið olíu á pönnu
við vægan hita og skerið kjúklinga-
bringurnar í litla bita. Steikið kjúkling-
inn í örfáar mínútur og kryddið til með
kjúklingakryddi og ef til vill smá karrí.
Bætið kjúklingabitum, kókosmjólk
og rjómaosti saman út í súpuna og
leyfið henni að ná suðu, leyfið henni
að malla þar til kjúklingurinn er eld-
aður í gegn. Gott er að leyfa súpunni að
malla við vægan hita í svolítinn tíma,
látið hana malla í lágmark 30 mínútur.
Smakkið súpuna til með salti, pipar og
karrí.
Berið súpuna fram með sýrðum
rjóma og ef til vill söxuðu klettasalati
eða kóríander, það gefur súpunni ein-
staklega gott bragð.
Uppskrift fengin af
Evalaufeykjaran.com Axel Flóvent spilaði á átta tónleikum á iceland Airwaves og vakti mikla lukku.
Mynd/siggA EllA
1 2 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 F i m m t u D A G u r56 L í F i ð ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Lífið
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
F
-0
7
A
4
1
6
E
F
-0
6
6
8
1
6
E
F
-0
5
2
C
1
6
E
F
-0
3
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
8
0
s
_
1
1
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K