Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 22
Foreldrar gætu dregið verulega úr skutlinu tækju þeir upp ferðavenjur skólabarna í nokkrum hverfum Óslóar í Noregi. Þetta segir Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur, einn fyrirlesara í fundaröðinni Hvernig má skipuleggja borg fyrir börn og unglinga? Halldóra segir ferðamáta barna til skóla misjafnan eftir hverfum. „Börn- um er víða skutlað í skólann. Það gerir það að verkum að mjög mikil umferð er í kringum skólana með þeim afleiðingum að margir veigra sér við að senda börn gangandi. Þetta verður vítahringur.“ Hún getur þess að í sumum hverf- um Óslóar séu foreldrar hvattir til að senda börnin gangandi í skólann. „Meðal yngstu nemendanna eru myndaðir gönguhópar með fjórum til sex börnum sem búa nálægt hvert öðru. Foreldrar skiptast á að ganga með hópunum. Börnin fá endur- skinsvesti og verðlaun ef þau eru dugleg að ganga í skólann. Þetta hefur mælst vel fyrir og talið öruggara því að það dregur úr umferð. Auk þess mæta börnin hress í skólann eftir gönguna.“ Um 90 prósent nemenda í Breið- holtsskóla koma gangandi í skólann, að því er niðurstöður könnunar á ferðavenjum barna sýna. „Skipu- lagið í Bökkunum í Neðra-Breiðholti er talið mjög barnvænlegt. Hverfið er þétt og skólinn er í fjölbýlishúsa- hverfinu. Börnin sem búa þar og í raðhúsahverfinu þurfa ekki að fara yfir götu,“ greinir Halldóra frá. Í Fossvogi hjóla mörg börn í skól- ann. „Það er stefna skólastjórnenda en þeir myndu ekki hvetja til þess ef það væri ekki talið öruggt. Það eru skiptar skoðanir á því hvort það sé æskilegt en það er alltaf örugg- ast að þurfa ekki að fara yfir miklar umferðargötur á ferðum til og frá skóla,“ bendir Halldóra á. Skipulagsfræðingurinn segir Hægt að draga úr skutlinu Mikil umferð verður í kringum skólana þegar börnum er ekið í skólann. Í Ósló skiptast foreldrar á að fylgja gönguhópum yngstu nemendanna. Börnin mæta hress í skólann eftir gönguna. Ingibjörg Bára Sveinsdóttir ibs@frettabladid.is „Það sem fullorðnir vilja er ekki frábrugðið því sem börn vilja. Í skipulagi Reykjavíkur er fókuserað á borg fyrir fólk. Börn eru líka fólk þannig að slík borg hlýtur líka að vera góð fyrir þau,“ segir Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur. FRéttaBlaðið/VilHelm 7% barna í Breiðholtsskóla er ekið í skólann. Niðurstöður könnunar meðal 3. til 7. bekkinga í apríl 2010 23% barna í Foldskóla er ekið í skólann. Niðurstöður könnunar meðal 3. til 7. bekkinga í nóvember 2009 Umhverfið þarf að vera öruggt en líka skemmtilegt og líflegt. Það er ekki endilega ein lausn í boði. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur það henta börnum að búa í þéttri byggð þar sem skóli, félagsmiðstöð og íþróttahús er innan hverfisins og stutt er á milli áfangastaða. Það þurfi þó að gæta jafnvægis í skipulaginu. „Umhverfið þarf að vera öruggt en líka skemmtilegt og líflegt. Það er ekki endilega ein lausn í boði. En leggja þarf áherslu á að börnin geti ferðast sjálf og uppgötvað borgina upp á eigin spýtur.“ Hagsmunir barna og fullorðinna rekast ekki á, að sögn Halldóru. „Það sem fullorðnir vilja er ekki frábrugðið því sem börn vilja. Í skipulagi Reykja- víkur er fókuserað á borg fyrir fólk. Börn eru líka fólk þannig að slík borg hlýtur líka að vera góð fyrir þau.“ „Þessi bók er veisla“ Vigdís Grímsdóttir „Þetta er sláandi og hreinskilin frásögn sem nær til manns því að hún er allt í senn hversdagsleg og hádramatísk — þetta er jú saga um venjulega Íslendinga og íslenskt samfélag en um leið um þær sterku tilfinningar sem leynast undir þessu venjulega yfirborði. Það er ekki hver sem er sem getur opnað sig með þessum hætti og hleypt lesendum undir yfirborðið.“ Katrín Jakobsdóttir „Það væri auðvelt að hrista hausinn og fussa yfir fáfræði og múgsefjun, ef sögusvið þessarar mögnuðu bókar væri myrk mið alda kirkja en ekki raflýst nútímakirkja í smá íbúða hverf­ inu.“ Helgi Seljan Táningarnir í skólanum Hampton Court House i Surrey á Englandi þurfa ekki að mæta í skólann fyrr en kl. 13.30 á daginn. Vísindamenn í Oxford ætla að fylgjast með hvaða áhrif þessar breytingar hafa. Bæði nemendur og foreldrar hafa lýst yfir ánægju með nýja fyrirkomu- lagið. Nemendur sofa nú betur, þeir eru betur upplagðir og hafa meira gagn af kennslunni. Einn nemendanna segir í viðtali við BBC að táningum sem vakna klukkan sjö á morgnana líði eins og fullorðnum sem vakna klukkan hálf fimm á morgnana. – ibs Unglingar mæta í skólann 13.30 Þeir sem sofa lítið eru í meiri hættu en aðrir á að veikjast þegar þeir komast í snertingu við kvefveiru. Niðurstöður rannsóknar frá 2013 bentu til að unglingar sem sváfu mikið fengju sjaldnar kvef, flensu og aðrar umgangspestir en aðrir. Til að rannsaka þetta betur fengu bandarískir vísindamenn 164 sjálf- boðaliða í lið með sér sem þegar höfðu gengist undir heilsufars- rannsóknir sem tóku til þátta eins og streitu, skapgerðar, reykinga og áfengisneyslu. Þátttakendur í rannsókninni sváfu með nema sem mældu hversu lengi og hversu vel þeir sváfu. Vís- indamennirnir úðuðu síðan kvef- veiru í nef þátttakenda til að kanna hvort svefn þeirra hefði áhrif á hætt- una á veikindum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir sem sváfu skemur en sex klukkustundir að næturlagi vikuna áður voru fjórum sinnum líklegri til að veikjast heldur en þeir sem sváfu lengur en sjö klukku- stundir. Aldur fólks, streita, kynþáttur, menntun og tekjur skiptu engu máli. Það skipti heldur ekki máli hvort þátttakendur voru reykinga- menn. Það er mat vísindamannanna að líta eigi á svefn sem jafn mikilvægan þátt í heilbrigði manna og mataræði og hreyfingu. Rannsóknin leiddi ekki í ljós hvort hægt væri að koma í veg fyrir kvef með því að sofa lengur, að því er segir á vísindavefnum forskning. no. – ibs Kvefast frekar ef svefninn er lítill Vísindamenn segja mikilvægt að fá nægan svefn. NORDiCPHOtOS/GettY Fjölskyldan 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r22 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E D -F 3 2 4 1 6 E D -F 1 E 8 1 6 E D -F 0 A C 1 6 E D -E F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.