Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 66
Ég er enginn sÉr- fræðingur en hef aðeins verið að gera kvik- myndatónlist og hef mikinn áhuga á þeirri hlið. við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Frumsýningar steve Jobs Drama Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Kate Winslet, Seth Rogen, Jeff Daniels og Michael Stuhlbarg. IMDB 7,7/10 Rotten Tomatoes 85% Frumsýnd: 13.11.2015 hanaslagur Teiknimynd Aðalhlutverk: Bruno Bichir, Carlos Espejel og Angélica Vale IMDB 6/10 Rotten Tomatoes 69% Frumsýnd: 13.11.2015 rock the kasbah Gamanmynd Aðalhlutverk: Bill Murray, Zooey Deschanel, Bruce Willis, Kate Hudson og Danny McBride. IMDB 5,3/10 Rotten Tomatoes 7% Frumsýnd: 20.11.2015 „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við gerum þetta en við höfum samt oft talað um að gera þetta,“ segir Úlfur Eldjárn, meðlimur í hljóm- sveitinni Apparat Organ Quartet. Sveitin mun opna kvikmyndahá- tíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl en hátíðin hefst í kvöld í Bíó Paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og er því um sér- stakan tónlistarviðburð að ræða þar sem sveitin flytur frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðar- innar. „Þetta verður mjög skemmtilegt, þessi kvikmynd er alveg stórkostleg. Hún er í raun algjör svona týndur demantur, eða öllu heldur fundinn demantur, því hún hvarf í seinni heimsstyrjöldinni og var um tíma talið að hún hefði glatast að eilífu. Þrátt fyrir að vera svarthvít og þögul þá höfðar efni myndarinnar sterkt til nútímamanna: Eiturlyf, framhjá- hald, morð og kapítalistar, það er allt í þessari mynd. Við erum búnir að horfa á hana nokkrum sinnum því við höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Úlfur fullur tilhlökk- unar. Sveitin ætlar að leika nýtt efni við myndina en Úlfur segir að þó sé pláss fyrir ýmislegt spontant á sýningunni. „Þetta er mjög lifandi flutningur, við fylgjum myndinni en það er líka pláss til að vera mjög spontant. Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir okkur, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta en vonandi ekki það síðasta.“ Úlfur hefur unnið við að semja kvikmyndatónlist en segir hljóm- sveitina í heild sinni alltaf hafa haft mikinn áhuga á að búa til kvik- myndatónlist saman. „Ég er enginn sérfræðingur en hef aðeins verið að gera kvikmyndatónlist og hef mik- inn áhuga á þeirri hlið. Við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Það er líka skemmtileg pæling að fá hljómsveit til að semja tónlist við heila mynd,“ segir Úlfur. Myndin sem sveitin spilar tón- list við er svarthvít og þögul en Úlfur segir þetta einmitt henta orgelkvart ettinum vel. „Í gamla daga voru notuð risavaxin bíó orgel til að leika undir þöglu myndunum. Í Bandaríkjunum er hægt að finna risavaxin bíóorgel sem eru með alveg fjórum eða fimm nótna- borðum og alls konar tökkum. Þöglar myndir og lifandi tónlist er eitthvað sem mér finnst virka mjög vel. Það gefur manni tækifæri á að gera öðruvísi hluti,“ útskýrir Úlfur. Meðlimir Apparat Organ Quartet ætla einmitt að grafa upp alls kyns eldri hljóðfæri, sem þeir hafa ekki notað mikið, til þess að nota á sýn- ingunni í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tón- leikar Apparats um nokkurt skeið, en hljómsveitin kemur næst fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Á hátíðinni í Bíó Paradís verður boðið upp á perlur úr kvikmynda- sögu Póllands, fimmtán kvik- myndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Hátíðin er hluti af samstarfs- verkefninu Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmynda- safn Póllands í Varsjá, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenn- ingar. Á undan hverri sýningu mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kenndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á költ-klassíkinni Mr. Blot’s Academy. Aðgangur að öllum viðburðum er opinn öllum og ókeypis. gunnarleo@frettabladid.is Lifandi undirleikur í fyrsta sinn en vonandi ekki það síðasta apparat organ Quartet leikur í fyrsta sinn lifandi tónlist við pólska kvikmynd sem hvarf í seinni heimsstyrjöldinni. Pólsk kvikmyndahátíð hefst í kvöld í bíó Paradís. Apparat Organ Quartet leikur lifandi tónlist við þögla pólska mynd í Bíó Paradís. mynd/Antje tAigA Stærsti fasteignavefur landsins fasteignir.is á 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r50 m e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð bíó 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -9 1 2 4 1 6 E E -8 F E 8 1 6 E E -8 E A C 1 6 E E -8 D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 1 1 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.