Fréttablaðið - 09.11.2015, Síða 2
Guðað á gluggannVeður
Hægir vindar og bjart með köflum framan af
morgundegi, en austankaldi og dálítil slydda
eða snjókoma sunnan til með kvöldinu. Hiti
víða 0 til 5 stig. Sjá Síðu 18
ViðSkipti Í Mörkinni er vefnaðar-
vöruverslunin Virka sem státar af því
að vera stærsta bútasaumsverslun í
Evrópu og ein sú stærsta í heimi. Í dag
er verslunin með sex til átta þúsund
tegundir af ströngum til bútasaums,
en til samanburðar er stærsta búta-
saumsverslun Ástralíu með um það
bil níu þúsund tegundir. Hjónin Guð-
finna Björk Helgadóttir og Helgi Þór
Axelsson eru eigendur Virku og hafa
rekið hana í 39 ár.
Hjónin hafa átt stóran þátt í því að
kynna bútasaum fyrir Íslendingum.
„Við komum með bútasauminn til
Íslands árið 1978, og tókum þátt í
heimilissýningu í Laugardagshöllinni
sem sló algjörlega í gegn. Þá byrjaði
ég að kenna alveg á fullu og kenndi
á hverju kvöldi á veturna í mörg ár,“
segir Guðfinna.
Hjónin hafa árlega sótt bútasaums-
sýningu í Bandaríkjunum frá 1979 og
eru einu verslunareigendurnir sem
hafa komið á hverju ári. „Margar búðir
hafa komið öll árin en hafa skipt um
eigendur. Bútasaumsverslanir skipta
heilmikið um eigendur því þetta er svo
mikil vinna, þú þarft að vera að kenna
og þú þarft að vera að sauma sýnis-
hornin,“ segir Guðfinna.
Frá árinu 1994 hefur Guðfinna
boðið erlendum hópum upp á búta-
saumsnámskeið. Það hefur reynst
afar vinsælt. „Við erum með mikið af
erlendum hópum sem plana ferðir
hingað og við erum búin að fá fyrir-
spurnir fram á næsta vor,“ segir hún.
Ferðamennirnir koma víðs vegar að,
allt frá Bandaríkjunum til Ástralíu.
Guðfinna segir stærstu hópana koma
frá Svíþjóð og Noregi.
Verslunin býður auk bútasaums
upp á mikið úrval af fataefnum. „Fólk
er að koma frá útlöndum og kaupa það
líka. Konur sem koma til að heimsækja
bútasaumsdeildina enda oft með því
að kaupa heilmikið af fataefnum því
þær hafa aldrei séð annað eins úrval.“
Aðspurð segir Guðfinna að galdur-
inn við það að halda rekstri gangandi í
svona langan tíma sé hvað þau hjónin
séu samhent. „Þetta hefur verið rosa
mikil vinna hjá okkur en líka svo
skemmtilegt.“
Hvað framtíð verslunarinnar varðar
segir Guðfinna þau hjónin lítið hafa
íhugað hana. „Ætli ég verði ekki hérna
með göngugrind níræð? Svo framar-
lega sem við hjónin getum tekið okkur
frí inni á milli,“ segir Guðfinna hin
brattasta. saeunn@frettabladid.is
Stærsta sérverslun með
bútasaumsefni í Evrópu
Hjónin Guðfinna og Helgi hafa rekið vefnaðarvöruverslunina Virku í 39 ár. Þau
segja hana stærstu bútasaumsverslun Evrópu og eina þá stærstu í heiminum.
Guðfinna hefur boðið erlendum ferðamönnum bútasaumsnámskeið í 20 ár.
Gunnar Hansen
leikari látinn
Gunnar Hansen
leikari lést á
heimili sínu
í B a n d a -
ríkjunum á
l a u g a r d a g .
Hann var 68 ára
en banamein hans
var krabbamein.
Hann var þekktastur fyrir
að leika óbermið Leatherface í
tímamótahrollvekjunni Texas
Chain Saw Massacre, sem gerð
var árið 1974.
Hann lék einnig í íslensku
bíómyndinni Reykjavík Whale
Watching Massacre, en alls kom
hann fram í 20 kvikmyndum um
ævina.
Hann var fæddur á Íslandi og
bjó þar fyrstu fimm árin, en þá
flutti fjölskylda hans til Banda-
ríkjanna.
Íslandsmótið í skrafli fór fram í þriðja skipti í gær. Átján tóku þátt, en sigurvegari var Vilhjálmur Þorsteinsson forritari. „Þetta var ótrúlega spennandi
því þetta var svo jafnt,“ segir Jóhannes Benediktsson, formaður Skraflfélagsins. „Það fóru allir út með bros á vör enda frábært mót.“ Fréttablaðið/Vilhelm
Guðfinna segir að galdurinn við að halda rekstri gangandi í svona langan tíma sé
hvað þau hjónin séu samhent. Fréttablaðið/GVa
Margar búðir hafa
komið öll árin en
hafa skipt um eigendur.
Bútasaumsverslanir skipta
heilmikið um eigendur því
þetta er svo mikil vinna, þú
þarft að vera að kenna og þú
þarft að vera að sauma
sýnishornin.
Guðfinna Björk Helgadóttir
verslunareigandi
LögregLumáL Greindarskertur
hollenskur maður sem hefur verið í
einangrun á Litla-Hrauni síðan 29.
september hefur fengið að hafa sam-
band við móður sína undir eftir-
liti lögreglu. Hann, ásamt tveimur
Íslendingum og öðrum Hollendingi,
er í einangrun í tengslum við rann-
sókn á smygli á 23 kílóum af sterkum
fíkniefnum til landsins með Norrænu.
Að sögn verjanda mannsins telur
lögreglan ekki efni til að aflétta ein-
angrun yfir manninum þrátt fyrir
að farið hafi verið fram á geðrann-
sókn á honum. Af gögnum málsins
má sjá að við skýrslutöku greindi
hinn Hollendingurinn frá því að
maðurinn væri með þroska á við
tólf ára barn.
Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir
mönnunum renna út á morgun. – ngy
Fékk að
ræða við
móður sína
SjáVarútVegur Hafrannsókna-
stofnun hefur lagt til að leyfðar
verði veiðar á 100 tonnum af rækju í
Skjálfanda, 250 tonnum í Arnarfirði
og 700 tonnum í Ísafjarðardjúpi
fiskveiðiárið 2015/2016.
Nýlegur leiðangur Hafró sýndi að
magn ungfisks var yfir viðmiðunar-
mörkum og því hefur stofnunin lagt
til að rækjuveiðar hefjist ekki fyrr
en dregið hefur úr ungfiski á veiði-
svæðum rækjunnar. – shá
Rækjukvótinn
rúm 1.000 tonn
Greindarskertur maður hefur verið í
einangrun á litla-hrauni í tæplega sex
vikur. Fréttablaðið/heiða
9 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
D
-B
C
D
4
1
6
E
D
-B
B
9
8
1
6
E
D
-B
A
5
C
1
6
E
D
-B
9
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
8
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K