Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 4
Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900
Falleg glös gleðja augað
StjórnSýSla Bæjarráð Norður-
þings telur mikilvægt að tryggja
ásættanlegt þjónustustig lög-
reglunnar á svæðinu. Aukinn
íbúafjöldi í sveitarfélaginu vegna
uppbyggingar á Bakka kallar á að
bætt verði í löggæslu á svæðinu.
Kristján Þór Magnússon, sveitar-
stjóri Norðurþings, telur þjónustu-
stig lögreglunnar á Húsavík of lágt.
Á fundi bæjarráðs Norðurþings
þann 20. nóvember síðastliðinn
var staða lögreglunnar rædd. Fyrir
fundinn var lagt fram minnisblað
Kristjáns Þórs sem hann ritaði eftir
fund með lögreglustjóra á Norður-
landi eystra, Höllu Bergþóru
Björnsdóttur. Aðeins þrír lögreglu-
menn eru á vakt á hverjum degi
hjá lögreglunni á Húsavík. Einn er
á vakt frá sjö árdegis til þrjú eftir
hádegi. Þá taka tveir við og eru til
eitt eftir miðnætti. „Það sýnir sig
að lítið má út af bregða og þá er
enginn á vakt,“ segir Kristján Þór.
„Svæðið sem þessi lögregla sinnir
er gríðarlega stórt og fjölfarið af
ferðamönnum einnig. Svo erum
við á leið inn í uppbyggingartíma
á Bakka með tilheyrandi hættu á
slysum og óhöppum og því teljum
við mikla þörf á að auka við mann-
skap lögreglunnar á svæðinu.“
Halla Bergþóra segir það ekkert
launungarmál að lögregluembætt-
ið á Norðurlandi eystra, sem sinnir
fimmtungi alls landsins að flatar-
máli, sé ekki nægjanlega mannað.
„Við værum til í að geta bætt við
okkur um sjö starfsmönnum allt
frá Fjallabyggð til Þórshafnar.
Þetta er víðfeðmt svæði og við
teljum mönnunina nú í algjöru
lágmarki,“ segir Halla Bergþóra.
„Hins vegar höfum við ekki fengið
svigrúm í fjárlögum til að bæta við
okkur mannskap.“
Daníel Guðjónsson, yfirlög-
regluþjónn á Akureyri, segir
umdæmið lengi hafa þurft að
berjast við niðurskurð. „Eins og
staðan er núna er sami lögreglu-
fjöldi á dagvakt hér á Akureyri og
var þegar bæjarlögreglan hætti
störfum og lögreglan fór yfir til
ríkisins, rétt eftir 1970. Það hefur
fækkað í lögregluliðinu eftir hrun
en einnig verður að minna á það
að það fækkaði einnig á árunum
fyrir hrun,“ segir Daníel.
sveinn@frettabladid.is
Telja mikilvægt að fjölga í
lögreglunni vegna Bakka
Framkvæmdir á Bakka við Húsavík gætu aukið íbúafjölda Norðurþings um 600 manns. Sveitarstjóri og lög-
reglustjóri sammála um þörfina á að fjölga lögreglumönnum í umdæmi Lögreglunnar á Norðausturlandi.
Kjaramál Viðræður starfsmanna
álversins í Straumsvík og stjórn-
enda fyrirtækisins eru enn strand.
Boðað verkfall hefst á miðviku-
daginn, verði ekki samið fyrir þann
tíma.
Fulltrúar starfsmanna álversins
hafa átt hátt í þrjátíu samninga-
fundi hjá Ríkissáttasemjara síðustu
mánuði með stjórnendum fyrir-
tækisins í von um að leysa kjara-
deilu þeirra. Krafa starfsmann-
anna hefur verið sú að fá sömu
launahækkanir og hafa orðið á
almennum vinnumarkaði.
Svo virðist sem samninganefnd-
irnar hafi að mestu leyti náð saman
um launamál og sérkröfur. Gerð
nýrra kjarasamninga strandar hins
vegar á kröfu stjórnenda fyrirtækis-
ins um að fá heimild til að bjóða út
fleiri störf til verktöku. - lvp
Enn útlit
fyrir verkfall
S K i p u l ag S m á l G a r ð b æ i n g a r
eru ósáttir við þann skilning hjá
Reykjavíkurborg að samkvæmt
nýsamþykktu svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins sé fallið frá
gerð mislægra gatnamóta á mótum
Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.
Skipulagsnefnd Garðabæjar
vill að svæðisskipulagsnefnd svari
því hvort hún sé sammála þessari
túlkun Reykjavíkurborgar. „Það er
skilningur skipulagsnefndar Garða-
bæjar að sátt sé um það að útfærsla
Reykjanesbrautar, að minnsta
kosti frá Miklubraut og til suðurs,
sé með mislægum gatnamótun til
að tryggja stöðu brautarinnar sem
meginstofnbraut bílaumferðar á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir skipu-
lagsnefnd Garðabæjar. - gar
Vilja mislæg
gatnamót
öryggiSmál Bæjaryfirvöldum í Mos-
fellsbæ hafa borist erindi frá íbúum
á tveimur stöðum sem óska eftir því
að bærinn geri úrbætur til að hindra
vatnsflóð í húsum þeirra. Í báðum til-
vikum er vitnað til flóða sem urðu í
miklu vatnsveðri 14. mars á þessu ári.
Íbúar í Álafosskvos segjast hafa fundað
með bæjarverkfræðingi um leiðir til að
koma í veg fyrir að alvarlegt vatnstjón
endurtaki sig. Meðal þess sem þurfi að
gera sé að hækka varnargarð meðfram
Varmá, hreinsa reglulega framburð
jarðefna úr ánni og hækka göngubrú
svo hún valdi ekki stíflu.
Mikið tjón mun einnig hafa orðið í
fjölbýlishúsinu Klapparhlíð 1 þennan
dag þegar flæddi inn í bílakjallara
og geymslur í gegnum útblástursrör
sem fór á kaf. „Það er krafa húsfélags
Klapparhlíðar 1 að Mosfellsbær tryggi
að frárennsli frá þessari lægð við húsið
verði bætt verulega svo sambærileg
vatnssöfnun verði ekki möguleg í
framtíðinni,“ segir í bréfi húsfélagsins
sem ella vill að bærinn borgi hækkun á
áðurnefndu útblástursröri. - gar
Íbúar vilja að bærinn hindri flóð
Húsavík er í umdæmi lögreglunnar á Norðausturlandi. Umdæmið er gríðarlega víðfeðmt. Að mati lögreglustjórans er mönnun
í algjöru lágmarki. FréttAblAðið/GVA
Svæðið sem þessi
lögregla sinnir er
gríðarlega stórt og fjölfarið af
ferðamönnum
einnig.
Kristján Þór
Magnússon, sveita-
stjóri Norðurþings
Mikið vatnsveður varð á höfuðborgarsvæðinu um miðjan mars á þessu ári.
FréttAblAðið/SteFáN
paríS Lögregla í París þurfti að
grípa til táragass gegn mótmæl-
endum á Lýðræðistorginu þar í gær.
Þeir sem söfnuðust þar saman mót-
mæltu því að skipulögð loftslags-
ganga í borginni var bönnuð vegna
óvissu í öryggismálum. Ganga átti
um götur Parísar, líkt og annars
staðar í heiminum, til að skora á
þjóðarleiðtoga heimsins að sam-
þykkja tillögur gegn losun gróður-
húsalofttegunda.
Yfirlýst neyðarástand er enn í
gildi í borginni eftir ódæðin þann
13. nóvember síðastliðinn. Þar létu
130 lífið og tugir særðust. Það var af
þeim sökum að borgaryfirvöld í París
ákváðu að banna loftslagsgönguna.
Áður en gangan var bönnuð
hópuðust þúsundir manna á Lýð-
ræðistorgið en þar átti gangan að
hefjast. Skildu margir þátttakendur
eftir skópar á torginu til þess að
sýna málstaðnum stuðning og sem
tákn um ófarna kröfugöngu. Þó
nokkur fjöldi einstaklinga lét sér
það ekki nægja heldur ákvað að
ganga og sló þá í brýnu milli lög-
reglunnar í borginni og mótmæl-
enda.
Um 2.000 skipulagðar göngur
voru haldnar um allan heim í gær.
Krafa var sett fram í göngunni
um að íslensk stjórnvöld myndu
skuldbinda sig til að draga úr losun
gróður húsa lofttegunda um 40
prósent á næstu árum.
21. loftslagsráðstefna Sameinuðu
þjóðanna hefst í borginni í dag og
stendur til 11. desember. Miklar
væntingar eru gerðar til ráð-
stefnunnar og vonir bundnar
við að hún festi í sessi baráttu
gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru
mættar til Parísar í þeim erinda-
gjörðum að þrýsta á alþjóða-
samfélagið að berjast gegn lofts-
lagsbreytingum í heiminum.
- sa
Þúsundir mótmæltu á götum Parísar
Hundruðum skópara var raðað á lýðræðistorgið í París í gær. loftslagsganga í
borginni var bönnuð vegna ótryggs ástands.
Tuttugasta og fyrsta
loftslagsráðstefna Samein-
uðu þjóðanna hefst í dag.
3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
2
D
-7
7
9
0
1
7
2
D
-7
6
5
4
1
7
2
D
-7
5
1
8
1
7
2
D
-7
3
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K