Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 6

Fréttablaðið - 30.11.2015, Side 6
– fyrst og fremst ódýr! Fylgstu með Jóladagatali Krónunnar. Ný tilboð alla mánudaga og fimmtudaga til jóla. Fylgstu með Jóladagatalinu á facebook síðu Krónunnar – Jólaleikur í hverri viku *Gildir til 2. desember 399kr.pk. Papco Jóla WC 6 rúllur 269kr.pk. Papco Jóla Eldhús rúllur, 3 rúllur GILDIR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST* Vestmannaeyjar Um 8.000 rúm- metrar af sorpi eru árlega fluttir í gámum með Herjólfi frá Vest- mannaeyjum. Sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum var lokað árið 2012. Sorpinu er annaðhvort ekið til Reykjaness eða alla leið norður á Blönduós. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þessa til- högun ekki af hinu góða. Bæjar- yfirvöld hafa verið að skoða málið undanfarin misseri og leitað leiða til að farga sorpi. Nýjar brennslur séu orðnar mun fullkomnari en þær voru hér áður fyrr. Þessi flutn- ingur hefur í för með sér mikla olíu- notkun stórra ökutækja sem menga andrúmsloftið og slíta vegakerfinu. Því er í skoðun bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum að gera eitthvað í málinu. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú að þetta var óþarfa offors þegar brennslunum var lokað á sínum tíma. Það var til marks um skiln- ingsleysi þáverandi stjórnvalda að gefa okkur ekki einhvern umþótt- unartíma til að vinna að lausn á stöðunni. Það að flytja sorp með ferju upp á land er ekki lausn á stöðunni,“ segir Elliði. Árið 2003 voru innleiddar hertar reglur um sorpbrennslur í gegnum EES-samninginn en undanþága fengin af hálfu íslenskra stjórn- valda fyrir eldri sorpbrennslur sem þá voru starfandi, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustri, í Vestmanna- eyjum og á Ísafirði. Mælingar árið 2007 sýndu að díoxín í útblæstri í Eyjum var 85 sinnum meira en við- miðunarmörk fyrir sorpbrennslur sem starfa á grundvelli EES-reglna frá 2003 gera ráð fyrir. „Kostnaðurinn sem hefur lagst á íbúa Vestmannaeyja sem og annarra sveitarfélaga sem hafa þurft að búa við þessa stöðu er gríðarlegur. Við búum hér á eyju og þurfum að flytja sorp með far- þegaferjunni okkur upp á land. Það verður ekki búið við þetta ástand mikið lengur,“ segir Elliði. „Það er eingöngu eitt í stöðunni og það er að brenna sorp. Það er umhverfis- vænast og sennilega hagkvæmast fyrir þjóðfélagið. Við þurfum skiln- ing stjórnvalda á að búseta okkar á eyju skapi okkur sérstöðu.“ sveinn@frettabladid.is 8.000 rúmmetrar af sorpi flutt með Herjólfi Átta þúsund rúmmetrar fara árlega með Herjólfi frá Eyjum og upp á land. Sorp flutt til Blönduóss og á Reykjanes. Gríðarlegur kostnaður fyrir samfélagið, segir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sem vill fara að brenna sorp á nýjan leik. Sérstakir ruslagámar eru fluttir frá meginlandinu til Eyja, þaðan er þeim aftur siglt upp á fastaland. Gríðarlegur kostnaður segir bæjarstjóri. Fréttablaðið/ÓSkar Rústir í Jemen eftir árásir Sádi -Araba Jemenar skoða rústir eftir árás Sádi-Araba á borgina Sanaa í Jemen í gær. Fréttir herma að Sádi-Arabar hafi gert margar árásir á Húta í borginni. Sádi-Arabar eru sakaðir um að hafa drepið hundruð Jemena í ár. Fréttablaðið/EPa Mín skoðun hefur alltaf verið að þetta var óþarfa offors þegar brennslunni var lokað á sínum tíma. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum 3 0 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -C 6 9 0 1 7 2 D -C 5 5 4 1 7 2 D -C 4 1 8 1 7 2 D -C 2 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.