Fréttablaðið - 30.11.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 30.11.2015, Síða 8
Atvinnubílar Fyrir erfiðustu verkin Volkswagen Crafter Extreme Edition Crafter Extreme Edition kostar aðeins frá 4.596.774 kr. án vsk Volkswagen Crafter er hannaður til að takast á við krefjandi verkefni þar sem styrkur og notagildi eru í forgangi. Crafter er einstaklega hagkvæmur og er með mjög öflugum en jafnframt sparneytnum díeselvélum. Volkswagen Crafter er með 3 ára ábyrgð og allt að 250.000 km akstur. Líttu við og í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynntu þér einstaklega vel útbúinn Volkswagen Crafter Extreme Edition. Aukalega í Volkswagen Crafter Extreme Edition • Hraðastillir (Cruise control) • Bluetooth símkerfi • Hiti í bílstjórasæti • Fjaðrandi hæðastillanlegt ökumannssæti með armpúða • Vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli • Rafmagns-miðstöðvarhitari • Aðgerðastýri • Fjarlægðaskynjarar með bakkmyndavél • Díóðulýsing í flutningsrými • Klæðning og rennur í flutningsrými Staðalbúnaður • Rennihurðir á báðum hliðum • 16“ stálfelgur • Lokað skilrúm með glugga • ABS / EBV • ESP stöðugleikastýring og spólvörn • Bekkur fyrir 2 farþega með geymslukassa • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega • Útvarp með SD kortarauf • Klukka • Fullkomin aksturstölva • Glasahaldari • Fjarðstýrðar samlæsingar • Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar • Hæðarstillanlegt öryggisbelti • 270° opnun á afturhurðum Mögulegur valbúnaður • Dráttarbeisli 180.000. kr m/vsk Til afhendingar str ax! „Þegar ég byrjaði í gagnfræðiskóla byrjaði ég í ungmennasamtökum Tamíla af því að ég vildi vinna gegn þeirri þjóðernishyggju sem yfirvöld í Srí Lanka beittu gegn Tamílum og vinna gegn öllu því óréttlæti sem átti sér stað þar,“ segir Khams- hajiny Gunaratnam, gjarnan þekkt sem Kamzy, 27 ára varaborgarstjóri Óslóar, um það hvernig hún byrj- aði í stjórnmálum. Hún var stödd á Íslandi um helgina til að kveikja á Óslóartrénu ásamt Degi B. Eggerts- syni, borgarstjóra Reykjavíkur. Hún  kom til Noregs  þegar  hún var þriggja ára með mömmu sinni og bróður. Pabbi hennar bjó þegar í Norður-Noregi. „Við bjuggum fyrir norðan í um tvö ár og svo fluttum við til Óslóar af því að mamma vildi að ég lærði tamílsku, sem er móðurtunga mín. “ Nítján ára í borgarstjórn Hún var í fyrsta  sinn sett á fram- boðslista árið 2006 þegar hún var átján ára og var svo kosin í borgar- stjórn þegar hún var nítján ára og varð varaborgarstjóri nú í október. „48 klukkustundum áður en nýja borgarstjórnin var mynduð var mér sagt að ég ætti að verða varaborgar- stjóri,“ segir hún.  „Ég sagði bara nei, spyrjið ein- hvern annan! En þau sögðu mér að við þyrftum að endurspegla nýja kynslóð og nýja hluta Óslóar og alla þá sem finnst þeir ekki hafa rödd í borgarstjórninni. Þess vegna spurðu þau mig.“ Í upphafi fannst henni þetta yfir- þyrmandi af því að hún var svo ung. En hún telur að af því hún sé svo ung er mun fleira ungt fólk sem lætur sig málefni borgarinnar varða. Þurfum ævilanga baráttu „Foreldrar mínir koma frá landi þar sem staðan er þannig að ef þú ert Tamíli og þátttakandi í stjórn- málum þá verður þú vafalaust drepinn. Þegar ég sagði mömmu minni að ég hefði áhuga á stjórn- málum varð hún áhyggjufull. Það er nokkuð kaldhæðið í ljósi þess að ég eyddi miklum tíma í að segja henni að í Noregi er það öruggt að vera í stjórnmálum.“ Kamzy er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik á sumarbúðir ungliða- hreyfingar Verkamannaflokksins í Útey þann 22. júlí 2011. Hún synti til lands í stað þess að vera eftir á eyjunni. Móðir hennar var í Danmörku  þennan dag en Kamzy  hringdi í hana til að segja henni að hún væri örugg. „Þá sagði hún við mig að  hún hefði ekki  flúið frá skothríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á mig í Noregi.“ Eftir árásina í Ósló og Útey var norskt samfélag upptekið af því hvernig ætti að bregðast við eftir árásirnar. Fjölmargir dást að nálgun Norðmanna sem gjarnan endur- speglast í orðum Jens Stoltenbergs fyrrverandi forsætisráðherra Nor- egs: „Svarið við árásunum er meira lýðræði og opnara samfélag.“ „Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðjuverkamaður eins og Breivik,“ segir Kamzy.  „Það þýðir að öllum manneskjum finnist þau vera hluti af samfélaginu. Til dæmis erum við með 3.000 börn sem eru að bíða eftir leikskólaplássi í Ósló, við erum með mismunandi tómstundir sem eru bara aðgengi- legar efnuðu fólki og foreldrum, við erum með fullt af fólki sem dettur út úr skólakerfinu. Við verðum að tryggja að fólk sé þátttakendur í öllum stigum samfélagsins. Þetta er umræðan sem við eigum að halda á lofti eftir 22. júlí.“ Hennar skilaboð eftir hryðju- verkaárásirnar í París eru þau sömu og fyrir fjórum árum. Hún segir að það sé ábyrgð allra í samfélaginu að berjast gegn öfgum. „Ég hef ávallt sagt fyrir hönd minna föllnu félaga að við þurfum ekki mínútu þögn heldur ævilanga baráttu fyrir betra samfélagi. Mín skilaboð eru þau sömu og eftir 22. júlí. Stöndum saman. Að sundra samfélaginu er sigur fyrir hryðju- verkamennina. Það eru engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“. Engin „þau“ í samfélaginu, bara „við“ Khamshajiny Gunaratnam kom til Noregs frá Srí Lanka þegar hún var þriggja ára og er nú orðin varaborgarstjóri Óslóar 27 ára gömul. Hún er ein þeirra sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey árið 2011. Skilaboð hennar eftir árásirnar í París eru þau sömu og eftir Útey. Móðir Kamzy hafði áhyggjur af stjórnmálaþátttöku hennar. „Ég flúði ekki frá skot- hríðinni í Srí Lanka til að hægt væri að skjóta á þig í Noregi.“ FrÉttabLaðið/ErNir Ábyrgð okkar er að tryggja það að enginn alist upp til að verða hryðju- verkamaður eins og Breivik. Stefán Rafn Sigurbjörnsson stefanrafn@frettabladid.is 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -B 2 D 0 1 7 2 D -B 1 9 4 1 7 2 D -B 0 5 8 1 7 2 D -A F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.