Fréttablaðið - 30.11.2015, Page 14

Fréttablaðið - 30.11.2015, Page 14
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunar­ liði Swansea gegn Liverpool þar sem velska liðið tapaði. Gylfi hafði frekar hægt um sig en tók að vanda öll föst leikatriði Swansea. Stærstu úrslitin Sam Allardyce heldur áfram að sanna gildi sitt í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann annan leikinn í röð er það lagði Stoke og er nú komið upp úr fallsæti. Hetjan Jamie Vardy tryggði Leicester eitt stig með marki gegn Man. Utd. Þótt það séu kannski ekki beint hetjutilburðir þá bætti Vardy met Ruud van Nistel­ rooy um helgina og er nú búinn að skora í ellefu leikjum í röð í deildinni. Kom á óvart Arsenal var vissulega án sigurs í tveimur síðustu leikjum en það bjuggust fæstir við að Kanarí­ fuglarnir myndu ná stigi af Arsenal. Í dag Coca Cola-bikar karla í handbolta 18.00 Stjarnan - Akureyri TM-höllin 19.30 Grótta - FH Hertz-höllin 19.30 Afturelding - Víkingur Varmá 17.55 Sassuolo - Fiorentina Sport 19.55 Napoli - Inter Sport 21.00 Messan Sport 2 Fékk gæsahúð þegar Hendo kom inná. Gerði eitthvað fyrir mig. Welcome back son. #YNWA Heiðar Austmann @Haustmann Nýjast Aston Villa 2 –3 Watford Bournemouth 3 – 3 Everton C. Palace 5 – 1 Newcastle Man. City 3 – 1 Southampton Sunderland 1 – 1 Swansea Leicester 1 – 1 Man. Utd Tottenham 0 – 0 Chelsea Norwich 1 – 1 Arsenal Liverpool 1 – 0 Swansea Efst Man. City 29 Leicester 29 Man. Utd. 28 Arsenal 27 Tottenham 25 Neðst Norwich 13 Sunderland 12 Bournem. 10 Newcastle 10 Aston Villa 5 Enska úrvalsdeildin Domino’s-deild kvenna Grindavík - Hamar 102-48 Grindavík: Whitney Frazier 24/, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 22, Ingunn Kristínardóttir 13, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Halla Garðars- dóttir 10/8 fráköst, Íris Sverrisdóttir 9. Hamar: Jenný Harðardóttir 11, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10, Suriya McGuire 6/4 fráköst, Nína Kristjánsdóttir 6, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4. Keflavík - Stjarnan 75-52 Keflavík: Melissa Zorning 17, Sandra Þrastar- dóttir 13, Bríet Hinriksdóttir 11, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Guðlaug Júlíusdóttir 7, Þóranna Kika6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6. Stjarnan: Margrét Kara Sturludóttir 20/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13. Snæfell - Haukar 75-65 Snæfell: Haiden Denise Palmer 43/14 frá- köst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmunds- dóttir 16/6 fráköst, María Björnsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 5. Haukar: Pálína Gunnlaugsdóttir 20 Helena Sverrisdóttir 19, Sylvía Hálfdanardóttir 9 Staðan: Haukar 16, Snæfell 14, Grindavík 10, Keflavík 8, Valur 6, Stjarnan 4, Hamar 2. Fótbolti Saga enska úrvalsdeildar­ liðsins Bournemouth er stútfull af rómantík. Fyrir fimm árum var liðið á botni D­deildarinnar en Eddie Howe, einn yngsti stjórinn í úrvalsdeildinni, er búinn að koma liðinu upp í efstu deild. Í stóru sögunni eru svo margar smásögur og ein tengist Íslandi. Þegar Adam Federici, markvörður Bournemouth, þurfti að fara af velli í mögnuðu 3­3 jafntefli gegn Everton á heimavelli á laugardaginn kom inn á 23 ára gamall strákur að nafni Ryan Allsop. Allsop hefur líkt og Bournemo­ uth náð langt á skömmum tíma, en fyrir aðeins þremur árum var hann að spila með Hetti í 1. deildinni á Íslandi. „Ég kom til Íslands til að halda mér í leikformi 2012 og spila alvöru fótbolta í meistaraflokki.  Mig skorti reynslu og ég taldi að það að koma til Íslands myndi koma ferlinum af stað á Eng­ landi,“ segir Ryan Allsop í viðtali við Fréttablaðið. Hann hafði svo sannar­ lega rétt fyrir sér þar. Allsop var hinn kátasti þegar blaðamaður spjallaði við hann í gær enda nýbúinn að ná einu helsta markmiði enskra fótboltamanna: Að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom inn á í hálfleik í stöðunni 2­0 fyrir Everton en eftir svakalega rússí­ banareið endaði leikurinn 3­3. Ever­ ton skoraði, 3­2, á fimmtu mínútu í uppbótartíma en nýliðarnir jöfnuðu metin með síðustu spyrnu leiksins. „Ég reyndi bara að líta á þetta sem hvern annan leik,“ segir All­ sop, aðspurður hvernig tilfinningin var þegar þjálfarinn sagði honum að hann þyrfti að spila seinni hálf­ leikinn vegna meiðsla aðalmark­ varðarins. „Þetta var ótrúlegur leikur og svona er fótboltinn. Það eru hæðir og lægðir í þessu. Það var svo auðvitað ótrúleg tilfinning að ná jöfnunarmarki svona seint,“ segir hann. Fullorðnaðist á Íslandi En aftur að Íslandi. Allsop kom upp í gegnum unglingastarf West Brom­ wich Albion en var á mála hjá Mill­ wall þar sem hann fékk ekkert að spila. Honum bauðst þá að fara til Hattar á Egilsstöðum og spila með nýliðunum í 1. deild karla sumarið 2012. „Þetta kom upp á rosalega mikil­ vægum tímapunkti á mínum ferli,“ segir Allsop. „ Ef ég á að vera heiðar­ legur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur.“ Allsop var alveg magnaður í marki Hattarmanna og tóku margir fótbolta­ áhugamenn hér heima eftir frammi­ stöðu hans þrátt fyrir að Allsop spilaði aðeins átta leiki. Hann var langbesti markvörður 1. deildarinnar þann tíma sem hann spilaði hér heima. Með Englendinginn í markinu safnaði Höttur 10 af 21 stigi sínu og fékk aðeins á sig að meðaltali 0,75 mörk í leik (6 í 8 leikjum). Eftir að Allsop fór spiluðu þrír aðrir í marki Hattar í leikjunum fjórtán sem eftir voru og fékk liðið þá 2,35 mörk á sig að meðaltali í leik. Höttur féll á end­ anum úr deildinni. „Ég fullorðnaðist á Íslandi mjög fljótt. Ég var líka svo langt að heiman að það var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Allsop sem heldur enn sambandi við fólk sem hann kynntist fyrir austan. Þjálfari hans á þeim tíma, Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf, fær sérstakar þakkir frá nýjasta úrvals­ deildarleikmanninum. „Það skemmtilega við samfélags­ miðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálp­ aði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri,“ segir Allsop. Gafst ekki upp Leyton Orient, sem spilaði í C­deild­ inni á Englandi tímabilið 2012/2013, fékk veður af hinum þá tvítuga All­ sop og hvernig hann var að standa sig á Íslandi. Allsop hvarf af landi brott eftir stutta dvöl og spilaði 20 leiki með Leyton fyrir jól áður en Bournemouth fékk hann á frjálsri sölu í janúar 2013. Þar hélt hann áfram að spila og kláraði tímabilið með liðinu sem hann er samningsbundinn nú. Allsop hjálpaði Bournemouth að komast úr C­deildinni og upp í B­ deildina en eftir að spila 12 af fyrstu 13 leikjum liðsins tímabilið 2013/2014 missti hann sæti sitt og var lánaður til Coventry. „Við byrjuðum illa sem lið það tímabilið. Það var stórt skref fyrir liðið að fara upp um deild og það tók okkur tíma að aðlagast. Það voru tvær ástæður fyrir að ég missti sætið mitt; ég var ekki að spila nógu vel og svo fékk ég virkilega háan hita sem hélt mér frá æfingum og leikjum í átta vikur. Bour­ nemouth fékk annan markvörð inn þannig að ég gat ekki fengið sætið mitt aftur,“ segir Allsop sem gafst ekki upp og stóð sig vel með Coventry. „Ég var bara ánægður með fara á láni. Ég var ekki að spila hjá Bourne­ mouth þannig ég þurfti að komast eitthvað annað. Það besta fyrir minn feril á þessum tíma var að spila reglu­ lega,“ segir Allsop. Landsliðið draumurinn Allsop var ekki sendur á láni þetta tímabilið þrátt fyrir að hefja leik­ tíðina sem þriðji markvörður. „Ég skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth og vildi berjast um að koma mér ofar í goggunarröðunina. Í fótbolta getur allt gerst þannig að maður getur alltaf fengið tækifæri,“ segir Allsop en það sannaðist á laug­ ardaginn. En hver er framtíðin, býst hann við að standa á milli stanga Bourne­ mouth um næstu helgi og og jafnvel lengur? „Hver veit? Hlutirnir breytast svo fljótt í fótboltanum þannig að maður verður bara að takast á við það sem kemur upp. Auðvitað vil ég spila í úrvalsdeildinni eins lengi og ég get. Við sjáum til hvað gerist í þessari viku,“ segir Allsop. Markvörðurinn ungi á mikið eftir á sínum ferli. Hann er fullur sjálfs­ trausts og segir stóra drauminn vera að spila fyrir enska landsliðið. „Ég hef alltaf haft mikla trú á mínum hæfileikum. Þetta snýst um að nýta tækifærið. Það væri draumur að fá að spila fyrir sína þjóð. Það er eitt­ hvað sem alla dreymir um að gera,“ segir Ryan Allsop. Þakklátur öllum á Egilsstöðum Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bourne­ mouth í mögnuðu 3­3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum og hefur náð langt á skömmum tíma. Í viðtali við Fréttablaðið segir hann að sig dreymi um landsliðssæti. Ryan Allsop fór úr íslensku 1. deildinni í ensku úrvalsdeildina á þremur árum. Hér ver hann af stuttu færi gegn Romelu Lukaku í leiknum á laugardaginn. FRéttAbLAðIð/GEtty Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ryan Allsop, markvörður Bournemouth 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r14 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 8 Allsop spil-aði átta leiki með Hetti áður en hann fór aftur til Englands. 3Allsop hóf tíma-bilið sem þriðji markvörður Bournemouth en fékk tækifæri í 14. umferð. 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 D -5 0 1 0 1 7 2 D -4 E D 4 1 7 2 D -4 D 9 8 1 7 2 D -4 C 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.