Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 75
HÚNAVAKA
73
vinnusöguleg efni víxlast nokkuð. Bjarni fjallar um landbúnaðarsögu
eingöngu, en Magnús skráir hins vegar allmarga þætti sem tengjast
sjósókn og útgerð af Skagaströndinni. Ekki er ótrúlegt að þau skrif
hans haldi hvað lengst gildi sínu, þar eð afar lítið annað hefur verið
ritað um sjósókn af Skaga vestanverðum. Bjarni hefur síðustu árin
skrifað mikið í Húnavöku og þar heldur hann sig enn við svipuð efni
og áður er lýst.
Hér verður engu spáð um gildi ritverka þessara manna fyrir sagn-
fræðinga framtíðarinnar. Hlutur þeirra í húnvetnskri sagnaþáttaritun
er hins vegar stór og verður það væntanlega um ófyrirsjáanlega
framtíð.
1 Bjarni Jónasson: Sögufélagið Húnvetningur. Húnaþing I, 307-318.
2 Sviþir og sagnir I, 9.
3 Sviþir og sagnir II, 7.
4 Svipir og sagnir III, 188-189.
5 Sviþir og sagnir II, 11.
6 Sviþir og sagnir I, 103.
7 Svipir og sagnir II, 142-209.
8 Sviþir og sagnir II, 143-144.
9 Sviþir og sagnir lll, 225-275.
10 Sigurður Einarsson: Islenzkir bœndahöfðingjar I. Ak., Bókaútgáfa Pálma H. Jóns-
sonar, 1951. s. 105-135.
Gunnar Árnason: Magnús Björnsson á Syðra-Hóli. 1 Magnús Björnsson: Feðraspor
ogfjörusprek. s. 9-36.
11 Sigurður Einarsson, 132-133.
12 Magnús Bjömsson 1959, 44.
Magnús B)örnsson: Feðrasporogfjörusprek. Ak., POB, 1966.
Magnús Björnsson: Hrakhólar og höfuðból. Ak., POB, 1959.
Magnús Björnsson: Mannaferðir og fomar slóðir. Ak., POB, 1957.
Svipir og sagnir I-V. Útg. Húnvetningafélagið í Reykjavík og Sögufélagið Hún-
vetningur. Ak. og Rv. 1948-1962.
VI. Safnrit og tímarit
Eins og fyrr hefur komið fram, þá gaf Búnaðar- og lestrarfélagið í
Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum út Ársritið Húnvetning 1857.
I honum birtust 11 ritgerðir, flestar um efni tengd framförum í land-
búnaði. Af ritinu kom aldrei út nema þessi eini árgangur.