Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 152
Steingrímur Davíðsson
Fœddur 17. nóv. 1891 —Dáinn 9. okt. 1981
Steingrímur Árni Björn, en svo hét afi fulli nafni, var fæddur þann
17. nóv. 1891, að Neðri-Mýrum, Engihlíðarheppi, Austur-Húna-
vatnssýslu, sonur hjónanna Davíðs Jónatanssonar og Sigríðar Jóns-
dóttur, er þar voru vinnu-
hjú. Faðir Davíðs var Jóna-
tan, bóndi, að Marðarnúpi í
Vatnsdal, Davíðssonar,
bónda, að Hvarfi í Víðidal,
Davíðssonar, bónda að
Spákonufelli, Guðmunds-
sonar. Kona Jónatans var
Sigurrós Hjálmarsdóttir,
bónda að Sigríðarstöðum,
ættuðum frá Nýjabæ í
Hörgárdal. Kona Davíðs
Davíðssonar, Hvarfi, var
Ragnheiður Friðriksdóttir,
prests, að Breiðabólstað í
Vesturhópi, Þórarinssonar,
sýslumanns, að Grund í
Eyjafirði. Kona séra Frið-
riks var Hólmfríður Jónsdóttir, lögmanns í Víðidalstungu Ólafssonar,
en kona Jóns var Þorbjörg Bjarnadóttir, sýslumanns, að Þingeyrum,
Halldórssonar. Kona Bjarna Halldórssonar var Hólmfríður dóttir
Páls, lögmanns, Vídalíns, í Víðidalstungu. Ekki er mér vel kunnugt
um ættir Sigríðar móður afa, en þær munu hafa legið um Húna-
vatnssýslur. Faðir hennar Jón fór til Vesturheims. Eftir Sigríði er þessi
landskunna vísa, er sýnir að hún hefur verið ákveðin vel: „Veit ég