Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 184
182
HÚNAVAKA
verið stjórnsamar og mikilhæfar, og verið hjúasælar og tilfinninga-
ríkar.
Soffía Lárusdóttir búandkona var án efa mikilhæf kona, gædd
góðum vilja og líknsemi. Lárus Guðmundsson var 16 ára er faðir hans
andaðist og hefur þá farið að vinna fyrir heimilinu undir stjórn og
leiðsögn móður sinnar. Eitt sætir furðu að hún skyldi ekki hafa látið
son sinn á bændaskóla, þvi þá hlaut hann að fá styrk til búskaparins.
Lárus var vel lagður til náms, skrifaði ágætlega sem mátti kallast
koparstunga og stílaði ágætlega íslenskt mál. Hann var skáldmæltur,
hagur til að smíða og vel viti borinn, snyrtimenni og glöggur til að
gæta um hag sinn og bar gott skyn á peninga.
Lárus fór til Grindavíkur og var þar eina vertíð en eigi fór hann
annað á yngri árum, en ávallt var sjómennskan honum hugleikin þó
að hann stundaði hana ekki. Bóndastarfið var því hans starf, tók hann
við jörðinni Vindhæli í arf, vel hýstri á þeim tíma, árið 1923, en þá
fóru í hönd góðæri.
Lárus Guðmundsson kvæntist árið 1924 Láru Kristjánsdóttur
ágætri konu frá Bakka i Skagahreppi af þingeyskri og eyfirskri ætt, en
á heimili hennar var stundaður búskapur til sjós og lands og mikil
snyrtimennska í öllum heimilisbrag.
Börn þeirra voru:
Soffía Sigurlaug, gift Guðmundi Jóhannessyni.
Guðrún Ingibjörg búsett áður með Sigurði Magnússyni.
Guðmundur trésmíðameistari, kvæntur Erlu Valdimarsdóttur.
Þessi systkin búa í Höfðakaupstað.
Kristjana Sigurbjörg, gift Jörgen Berndsen, búa þau í Kópavogi.
Frumbýlisár þeirra hjóna gengu mjög vel og er ómegð þeirra var
sem mest komu hin mögru ár er nefndust kreppuár og mæddu mjög á
bændastéttinni er ekki fékk gjald sitt nema einu sinni á ári um haust-
tímann. Lárus brá búi á Vindhæli seldi jörðina og fluttist til Höfða-
kaupstaðar og byggði sér þar hús er hann nefndi Herðubreið. Hafði
hann fyrstu árin nokkurn búskap, bæði kýr og kindur. A nýsköpun-
arárunum stundaði Lárus mikið smíðar og fékk þá þjálfun í tré-
smíðalistinni, lauk hann síðan við hús sitt Herðubreið og byggði
annað hús Skjaldbreið. Mátti segja að Lárus kæmist vel áfram og væri
orðinn stöndugur maður. öll börn hans komust upp og vegnaði vel
enda var Lárus fús að styðja börn sín til menntunar og menningar.
J