Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 210
208
HÚNAVAKA
samböndum. 29. Meistaramót
Norðurlands var haldið 5. og 6.
sept., þar voru keppendur frá 6
félögum eða samböndum.
Öll þessi stórmót voru haldin
á íþróttavellinum á Blönduósi, en
þar er nú mjög góð aðstaða til
frjálsíþróttakeppni eftir gagnger-
ar iagfæringar sumarið 1980.
Sveitarstjórn Blönduóss samþ. að
lagfæra stökk- og hlaupabraut-
irnar, en sú lagfæring kostaði um
110.000 kr. Auk þessara móta
voru einnig hin árlegu mót innan
USAH, t.d. Héraðsmót í frjálsum
íþróttum, keppendur 56, sigur-
vegari umf. Fram Skagastr.
Unglingamót USAH í frjálsum
íþróttum, keppendur 125, sigur-
vegari umf. Hvöt. Keppt var í
þrem aldursflokkum i knatt-
spyrnu á Héraðsmóti USAH.
Auk þess tók lið USAH þátt í Is-
landsmóti KSl, 3. deild.
Sundíþróttin er nú nokkuð á
uppleið innan USAH, tvö mót
innan héraðs hafa farið fram og
einnig hafa keppendur farið
nokkuð út úr héraði til keppni.
Að sjálfsögðu tók USAH þátt í
Landsmóti UMFÍ á Akureyri sl.
sumar. Árangur keppenda
USAH var nokkuð misjafn eins
og gera mátti ráð fyrir. Bestum
árangri náði Helgi Þór Helgason
úr Geislum en hann vann kúlu-
varpið og varð annar í kringlu-
kasti.
Öll starfsemi sambandsins s.s.
þjálfun, ferðalög, verðlaun,
mótahald o.fl., kostar stórfé ár-
lega. Helsta tekjulindin hefur
verið Húnavakan, en árlega er
leitað til fjölmargra aðila um að-
stoð. Það eru ófá fyrirtækin i
Austur-Húnavatnssýslu sem stutt
hafa vel við bakið á USAH og eru
þeim færðar þakkir.
B. S.
AUKIN ÞJÓNUSTA
FRÆÐSLUSKRIFSTOFUNNAR.
Mikil aukning varð á þjónustu
Fræðsluskrifstofu Norðurlands-
umdæmis vestra á liðnu ári. Auk
fræðslustjóra starfa þar tveir sál-
fræðingar, uppeldisfræðingur,
tveir sérkennarar, bókasafns-
fræðingur, þroskaþjálfi svo og
skrifstofufólk.
Forsenda þess að unnt var að
auka þjónustuna var sú að á liðnu
sumri fékk Fræðsluskrifstofan
Kvennaskólann á Blönduósi til
yfirráða. Þar með batnaði starfs-
aðstaðan til muna en stærsta
breytingin var að með Kvenna-
skólanum fylgdu íbúðir sem nú er
unnt að nýta fyrir sérfræðinga
stofnunarinnar. Enda fór nú svo
að umsóknir bárust um margar
stöður, sem ekki hafði tekist að
manna fram að þessu.
Þá er fyrirhugað að nýta
heimavistarherbergi Kvenna-
skólans fyrir kennara sem sækja