Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 109
HÚNAVAKA
107
Jónbjörn falaði gripinn til kaups og fór með hann heim með sér.
Einnig fékk hann nokkra hólka — vaxhólka — til að taka á. Keypti
hann svo fleiri og urðu valsarnir að lokum yfir 80 talsins. Diktafónin-
um — hljóðritanum — fylgdu tvær trektar, önnur úr pappa, sem nota
átti við upptöku, en hin úr málmi, til útspilunar. Eflaust hefur það
verið mikil hátíðastund, er þeir Hjálmar hófu að kveða inn á hólkana
allar eftirlætisstemmurnar. Nú var þeim borgið, nú voru þær skráðar.
Jónbjörn smíðaði kassa með hólfi fyrir hvern hólk og merkti jafnóðum
hver kvæðamaður var og hvers var stemman. Slíku spjaldi stakk hann
innan í hólkinn en ritaði jafnframt sömu upplýsingar á stórt spjald,
ásamt númeri hólksins. Spjaldið var geymt í kassanum. Hver hólkur
var geymdur í pappahlíf, fóðraðri, sem féll í sitt merkta hólf kassans.
Jónbjörn náði í kvæðamenn, karla og konur, sem hann frétti um og
fékk þá til að kveða inn á hljóðritann.
Arið 1924 fór Jónbjörn með hljóðritann norður á Blönduós og tók
JÚDIT JÓNBJÖRNSDÓTTIR (Jónbjörg
J.) fædd 10. desember 1906 ! Köldukinn,
Austur-Húnavatnssýslu. Móöir: Ingibjörg,
íædd á Siglunesi 18. júni 1878, dáin 1956,
alin upp á Móbergi i Langadal, dóttir Lár-
usar Finnbogasonar, og konu hans Ingi-
bjargar Þorsteinsdóttur, úr Skagafirði. Lár-
us flutti til Kanada um aldamót, þá ekkju-
maður, og nefndi sig Beck (3. liður frá Vorm
á Geitaskarði). Faðir: Jónbjöm, fæddur í
Kárahlíð 22. júli 1879, dáinn 1969, Gislason
bónda í Kárahlíð og siðar Núpsöxl á Laxár-
dal, Austur-Húnavatnssýslu, Guðmunds-
sonar, f. 1778, bónda á Grund i Svinadal,
Helgasonar. Móðir Jónbjörns og kona Gísla,
Ingibjörg Björnsdóttir, bónda i Skyttudal og
Mjóadal (hálfsystir Frimanns Björnssonar i Hvammi i Langadal). Menntun:
Kvennaskólinn á Blönduósi 1926-1927. Alþýðuskólinn á Laugum, yngri deild,
1929-1930. Kennarapróf 1932 eftir tveggja vetra nám í Kennaraskólanum.
Kennari i Hegranesi í Skagafirði 1932-1933, við Bamaskóla Siglufjarðar
1933-1945, Barnaskóla Akureyrar 1945-1969. Rak eigin smábarnaskóla næstu
10 ár. Átti heimili í Austur-Húnavatnssýslu til 25 ára aldurs. Búsett á Akureyri,
ógift, barnlaus.