Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 205
HÚNAVAKA
203
sem þær voru ekki nema 14 á síð-
asta ári og hafa yfirleitt ekki farið
mikið yfir tuttugu ár hvert. Al-
menn mál er komu til lögregl-
unnar á árinu voru 473 á móti
377 á árinu 1980 svo þar er einnig
um verulega aukningu að ræða.
Rúðubrot, innbrot og þjófnaðir
urðu 49 og er þar einnig um mjög
mikla aukningu að ræða frá fyrri
árum.
Þá má geta þess að á s.l. sumri
fengum við til meðferðar fyrsta
fíkniefnamál sem komið hefur
upp hér í sýslunni. Ekki voru þó
heimamenn viðriðnir það mál
heldur var þarna um að ræða að-
komumenn er dvöldu hér í sýsl-
unni stuttan tíma svo við verðum
að vona að við séum að mestu
leyti laus við þann ófögnuð.
Frímann.
NÝR SJÚKRABÍLL.
Starf Rauða kross deildar A-
Hún. hefur í flestu verið með
hefðbundnu sniði sl. ár. Þó var
ráðist í það stórvirki að kaupa
nýja sjúkrabifreið í apríl 1981.
Fékkst styrkur að upphæð 55 þús.
kr. frá R.K.Í. Síðan gáfu mörg
fyrirtæki og einstaklingar í sýsl-
unni góðar gjafir til kaupanna, en
þó vantar enn stórátak til að
endar nái saman. Eins er með
rekstur sjúkrabifreiðarinnar, en
sjúkraflutningar eru nauðsynleg-
ir að áliti allra, en enginn vill bera
kostnaðinn, og er ljóst að Rauða
krossdeild A-Hún. getur ekki
rekið bifreiðina, enda stórátak
það eitt sér, hjá deildinni, að geta
fært sýslubúum nýja og full-
komna sjúkrabifreið. Var bifreið-
in rekin fyrstu mánuðina að
mestu á sjálfboðastarfi, en henni
var síðan lagt í byrjun október og
hefur verið í geymslu síðan. M.a.
vegna þess að ekki hefur verið til
fjármagn afgangs til kaupa á
snjódekkjum. Hafa allir peningar
deildarinnar farið í að borga af
lánum vegna kaupanna. Og er
vonandi að lausn fari að koma í
ljós hjá þessum hornrekum heil-
brigðiskerfisins.
Önnur verkefni deildarinnar á
þessu ári eru í öldrunarmálum,
eins er unnið að almannavarnar-
kerfi í sýslunni, en þar gegnir
R.K.l. stóru hlutverki.
Stjórn Rauða kross deildar A.-
Hún skipa: Formaður Valur
Snorrason, gjaldkeri Júlíus Foss-
dal, ritari Sturla Bragason, með-
stjórnendur Gunnar Richards-
son, Ólafur Bernódusson og Ingvi
Þór Guðjónsson.
Að síðustu sendir stjórn deild-
arinnar öllum þeim er studdu
hana til bifreiðakaupanna, og
annarra verkefna, félagsmönnum
öllum og öðrum velunnurum
bestu kveðjur fyrir samstarfið, og
vill um leið óska þess að sem
flestir sýslubúar gangi í deildina