Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 164
162
HÚNAVAKA
Hún var trú lifsköllun sinni. Hún var traust og trygg, hógvær í allri
framkomu og góður vinur vina sinna. Góðhug hennar og fórnarlund
var viðbrugðið. Alls staðar þar sem hún fór, bar hún með sér birtu og
gleði. Þess vegna var gott að vera í návist hennar.
Utför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju 8. ágúst.
Kristbjörg Róselía Sigurðardóttir andaðist 19. ágúst á heimili sínu,
Brautarholti, Blönduósi. Hún var fædd 5. april 1911 að Brúará í
Kaldrananeshreppi í Strandasýslu, Foreldrar hennar voru Sigurður
Stefánsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir
er bjuggu að Bakka og síðar á Brúará. Voru
þau bæði ættuð úr Strandasýslu. Hún ólst
upp í foreldrahúsum og vann á heimili for-
eldra sinna framan af ævi sinni. Árið 1935
flutti hún norður í Húnaþing og dvaldi
fyrsta árið hjá systur sinni Róselíu Meldal,
ljósmóður og manni hennar Guðmundi
Meldal, er þá bjuggu að Þröm i Blöndudal.
En ári síðar réðist hún ráðskona til Bjarna
Halldórssonar, er þá bjó á hálfum Eiðsstöð-
um i Blöndudal. Gengu þau í hjónaband 20.
október 1937 og fluttu þá um vorið að Litladal, þar sem þau bjuggu
um eins árs skeið. Vorið 1938 fluttu þau að Sléttárdal og bjuggu þar
um sex ára skeið. Þaðan fluttu þau að Hamri og bjuggu þar um níu
ára bil.
Vorið 1953 brugðu þau hjón búi og fluttu til Blönduóss, þar sem
þau byggðu húsið Brautarholt, er var heimili hennar til dauðadags.
Stundaði maður hennar alla algenga daglaunavinnu og höfðu þau
jafnframt nokkurn búskap, eins og títt var á þeim árum.
Eignuðust þau hjón þrjú börn en þau eru: Sigríður, gift Kristmundi
Jóhannessyni, bónda á Giljalandi i Haukadal í Dalasýslu, Brynja, gift
Hilmari Jóni Brynjólfssyni, bónda á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í
Vestur-Skaftafellssýslu og Gunnar Jóhannes, bifvélavirki kvæntur
Ásdísi Lúðvíksdóttur frá Isafirði en þau eru búsett í Hveragerði. Auk
þess ólst upp hjá þeim Högni Jensson, en hann er sonur Kristbjargar.
Hann er sjómaður búsettur á Skagaströnd. Kona hans var Ragna
Friðriksdóttir, er lést á síðasta ári.