Húnavaka - 01.05.1982, Blaðsíða 203
HÚNAVAKA
201
inu 3840 skógarplöntur í skóg-
ræktargirðinguna á Gunnfriðar-
stöðum. Haldið var áfram
plöntuuppeldi. Settir voru niður í
gróðurreit 2200 græðlingar mest
ösp og alaskavíðir, svo og nokkuð
af viðju. Gróðurreiturinn var og
stækkaður nokkuð.
Skógræktarfélagið sá um út-
vegun á garðplöntum, frá skóg-
ræktarstöðinni á Vöglum, en
áhugi á garðagróðri hefir farið
vaxandi á félagssvæðinu á und-
anförnum árum.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 10. júní í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lags fslands mætti á fundinum og
hélt erindi um skógrækt og svar-
aði fyrirspurnum.
f stjórn Skógræktarfélags A-
Hún. voru kjörin: Haraldur
Jónsson, formaður, sr. Árni Sig-
urðsson, ritari, Þormóður Péturs-
son, gjaldkeri, og meðstjórnendur
Vigdís Ágústsdóttir og Guð-
mundur Guðbrandsson.
Á.S.
UNGLINGASTARFIÐ
SKILAR SÉR.
Aðalfundur umf. Hvatar á
Blönduósi var haldinn 28. febrú-
ar 1981. í stjórn voru kosnir:
Björn Sigurbjörnsson skólastjóri,
formaður, aðrir í stjórn Guðjón
Rúnarsson, Guðmundur Har-
aldsson, Páll Ingþór Kristinsson
og Þorsteinn Sigurðsson.
Árið 1981 var erilsamt starfsár
hjá félaginu. Eins og undanfarin
ár tók félagið þátt í öllum mótum
USAH innan héraðs og átti full-
trúa í kappliðum sambandsins,
sem fóru úr héraði eða kepptu hér
heima. Á árinu ber sennilega
hæst sigur Hvatar í Unglinga-
móti USAH í frjálsum íþróttum,
en þar kepptu 52 unglingar frá
félaginu. Með sigri sínum í sumar
vann umf. Hvöt til eignar bikar
þann sem keppt hefur verið um
síðustu ár. Síðastliðin ár hefur
megin starfsþungi stjórnar fé-
lagsins beinst að uppbyggingu
ungviðis félagsins. Vonandi er
afrakstur þess að koma í ljós nú og
með enn meiri þunga næstu ár.
f sumar tóku piltar í 4. og 5.
flokki þátt í íslandsmóti KSf í
knattspyrnu. Það er nýr þáttur í
starfseminni og aldrei fyrr hafa
svo ungir piltar tekið þátt í móti
KSÍ af félagssvæði USAH. Ár-
angurinn var síst verri en búist
var við þegar lagt var í mótið.
Sundíþróttin hefur dafnað
verulega á síðustu árum og fram
hafa komið margir mjög efnilegir
einstaklingar.
Síðastliðin ár hefur félagið
staðið að undirbúningi 17. júní
hátíðahalda á Blönduósi með
öðrum félagasamtökum. f sumar
var aðalræðumaður dagsins,