Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 6
6
Tímamót urðu fyrr í haust þegar af sjónarsviðinu hurfu tvö þjóðþekkt
samtök í sjávarútvegi, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Sam-
tök fiskvinnslustöðva. Með sameiningu þeirra í hin nýju Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi er landslagið breytt í greininni. Fleiri en áður snúa
nú bökum saman í einum heildarsamtökum í sjávarútvegi. Sem ætla
mætti að boði enn sterkari rödd en áður um hagsmunamál greinar-
innar. En jafnframt er augljóst að með stærri samtökum breytast líka
áherslur að nokkru leyti, sem líka er tákn nýrra tíma.
Það hefur illu heilli orðið að einhvers konar samkvæmisleik á Ís-
landi síðustu ár að tala í niðrandi tón um hagsmunasamtök í greininni,
að minnsta kosti sum þeirra. Framarlega í þeirri iðju hafa því miður
farið margir í ábyrgðarmiklum stöðum í þjóðfélaginu. Það þarf því
ekki að undra að meðal stærstu áhersluefna Jens Garðars Helgasonar,
fyrsta formanns nýju samtakanna, skuli vera markmið um að vinna að
því öllum árum að lækja öldurnar í samfélaginu. Eins og hann bendir á
í aðalviðtalið Ægis að þessu sinni er mikil sátt um meirihluta málefna
greinarinnar milli aðila innan hennar og stjórnmálamanna. Mikill tími
fari í rifrildi um 10% þar sem aðila greini á en hin 90%, þar sem aðilar
séu mjög sammála, fái litla athygli.
„Ég held að það sé engum um að kenna heldur hefur skapast og
þróast einhver umræðuhefð og stemning í kringum sjávarútvegsmál-
in sem við viljum ekki vera í. Verkefnið er að vinna okkur inn í nýja
tíma í þessum efnum,“ segir formaðurinn í Ægisviðtalinu um þetta at-
riði.
Vert er að taka undir þessi orð. Það eru líka að sönnu tíðindi að í
nýjum samtökum mætist til að mynda útgerðar- og vinnslufyrirtæki,
þjónustufyrirtæki og sölufyrirtæki. Sjávarútvegur er ekki grein nema
fyrir þær sakir að innan hans eru öflug útgerðar- og vinnslufyrirtæki,
mikil þróun í tækni og þjónustu, að ekki sé talað um þann mikilvæga
hlekk sem sölu- og markaðsfyrirtæki standa fyrir. Hví skyldu ekki slík
fyrirtæki eiga sæti við borðið þegar málefni greinarinnar eru rædd í
stærstu samtökum landsins. Í gegnum þau er jú hægt að hlusta á
hjartslátt markaðarins sem er, þegar allt kemur til alls, einn allra mikil-
vægasti hluti greinarinnar.
Eins og nýi formaðurinn bendir á þurfa mun fleiri mikilvæg málefni
fyrir sjávarútveginn að fá kastljós heildarsamtakanna en verið hefur,
þar með talin menntamál, umhverfismál og nýsköpun. Þeir sem fylgst
hafa með sjávarútvegi undanfarin ár skynja mætavel að mikil þróun
hefur orðið og er að verða í hefðbundnum veiðum og vinnslu. Hún er
ekki síður eftirtektarverð í hliðargreinunum, t.d. hreinni nýsköpun í
orðsins fyllstu mynd. Allt þetta verða samtök í greininni að endur-
spegla.
Eins og Jens Garðar bendir líka á eru ákveðin kynslóðaskipti að
eiga sér stað í greininni. Tímarnir breytast og mennirnir með. Sumum
kann að þykja skrýtin tilhugsun að ekki sé lengur einn vettvangur
samtaka í fiskvinnslu, annar í útgerð og svo framvegis. Og að hver
berjist fyir sínum sérhagsmunum. Ef hins vegar er horft á hraða þróun
í greininni síðustu ár má draga þá ályktun að þetta skref sé rökrétt og
eftirtektarvert sem slíkt. Það er nefnilega fleira sem sameinar þessa
grein en sundrar. Í því felast stærstu tækifærin.
Jóhann Ólafur Halldórsson ririfar
Tímarnir breytast
og mennirnir með
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
R
itstjórn
a
rp
istilll
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.