Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 13
13 firði sem dómnefnd taldi hafa náð ótrúlegum afköstum með þrautþrjálfaðri áhöfn sinni. Ísfélag Vestmannaeyja þótti dómnefnd skara fram úr í hópi útgerðarfyrirtækja og hafa tekið frumkvæði í endurnýjun skipa- flotans með smíði tveggja upp- sjávarskipa af bestu gerð á stuttum tíma. HB Grandi var útnefnt sem Framúrskarandi fiskvinnsla með þeim rökstuðningi að fyrirtækið hafi lagt ríka áherslu á há- þróaða tækni í vinnslu og stöð- uga þróun sinnar framleiðslu. Fyrirtækið Skinney Þinganes á Höfn fékk einnig viðurkenn- ingu fyrir ötula uppbyggingu glæsilegs sjávarútvegsfyrirtækis á liðnum árum og sé orðið burðarás í sinni heimabyggð. Framsæknir framleiðendur búnaðar Viðurkenningu sem framúrskar- andi íslenskur framleiðandi veiðibúnaðar í flokki stærri fyrir- tækja fékk Hampiðjan sem dómnefnd segir leiðandi á al- þjóðavísu í framleiðslu og þjón- ustu hágæða veiðarfæra fyrir tog- og nótaveiðiskip. 3X Technology / Skaginn fengu hliðstæð verðlaun í flokki minni framleiðenda búnaðar vegna nýjunga í tækjabúnaði í skip sem stuðli að bættum hrá- efnisgæðum. Framleiðendur fiskvinnslu- búnaðar voru með hliðstæðum hætti verðlaunaðar í tveimur flokkum, þ.e. stærri og minni fyrirtæki. Í fyrrnefnda flokknum hlaut Marel viðurkenninguna fyrir að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og fram- leiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski með starfsstöðvar víða um heim. Í flokki minni fyrirtækja í framleiðslu fiskvinnslubúnaðar varð Valka ehf. hlutskarpast fyr- ir að hafa frá stofnun árið 2003 náð frábærum árangri í fram- leiðslu hágæðabúnaðar og hönnun sjálfvirknilausna fyrir fiskiðnaðinn. Erlendir birgjar einnig verðlaunaðir Fyrirtækið Polar toghlerar fékk viðurkenningu fyrir bestu nýj- ung á íslensku sjávarútvegssýn- ingunni og í flokki erlendra birgja fengu Raymarine og JT Electric viðurkenningar fyrir veiðibúnað. Verðlaun í flokki er- lendra birgja á sviði fiskvinnslu- búnaðar fengu fyrirtækin Craemer Group og Unisystem. Verðlaun fyrir bestu heildar- framleiðslu fékk Marel og loks fengu þrír aðilar viðurkenn- ingar fyrir bása sína á sýn- ingunni; þ.e. Icelandic Group fyrir besta básinn af þeim stærri, Sjóvá fyrir besta básinn í flokki þeirra minni og Grindavík fyrir besta lands-, svæðis- eða hópbásinn. Íslensku sjávarút- vegsverðlaunin veitt Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, heilsuðu upp á sýnendur að lokinni setningarathöfn. Hér eru þeir ásamt Marianne Rasmussen-Couling sýningarstjóra og Ár- manni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra í Kópavogi, í bás Ísfells að ræða við Pétur Björnsson, stjórnarformann og Gunnar Skúlason, framkvæmdastjóra. Klettur á miðju gólfi! Fyrirtækið Klettur fór þá skemmtilegu leið að setja upp í bás sínum lítið kaffihús sem að sjálfsögðu fékk nafnið Kaffi Klettur. Hvað annað!

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.