Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 14
14 Tuttugu og einn starfsmaður fyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki hóf nú í haust tveggja ára nám í fisktækni en það stunda þeir jafnframt vinnu og sækja námið heima á Sauð- árkróki. Síðastliðið vor fóru 16 þessara nemenda í svokallað raunfærnimat á móti námskrá í fisktækni en með því er sú þekking sem þeir hafa aflað sér með áralöngu starfi í fiskiðnaði metin sem hluti af þeim náms- greinum sem kenndar eru í fisk- tæknináminu. Kennt er síðdegis og fram á kvöld, tvo daga í viku. Fisktækninámið byggir á samstarfi Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki, Fisktækniskólans í Grindavík, Farskólans - miðstöðvar sí- menntunar á Norðurlandi vestra og FISK Seafood. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi og starfsheitinu fisktæknir en ofan á það geta nemendur síð- an bætt við sig áföngum og lokið stúdentsprófi til viðbótar ef áhugi er fyrir hendi. Raunfærnimat hvetjandi Námið er þannig skipulagt að Farskólinn kennir almennar bóklegar grunngreinar námsins. Aðrar námsgreinar skipuleggur Fjölbrautaskólinn og kennir. Einhverjir munu fara í fjarnám í stökum áföngum hjá Fisktækni- skólanum með staðarnáminu. Námið tengist tilraunaverk- Ingiríður Hauksdóttir er ein þeirra nemenda FISK Seafood á Sauðárkróki sem nýttu sér raunfærnimatið og hófu nám í fisktækni nú í haust. Hún hef- ur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2007 og hennar aðal- starf er við pökkun þó oft sinni hún öðrum störfum þegar á þarf að halda, s.s. snyrtingu og ýmsu öðrum. „Raunfærnimatið sem boð- ið var upp á skipti verulegu máli. Þarna sá ég tækifæri til að fá starfsreynsluna metna sem hluta af náminu. Og fyrir mig er líka mikilvægt að geta tekið námið hér heima sam- hliða vinnu því ég hefði t.d. ekki flutt suður í Grindavík til að sækja námið þar í Fisk- tækniskólanum,“ segir Ingiríð- ur. Aðspurð hvernig hún sjái fisktækninámið nýtast sér í framhaldinu segist hún fyrst og fremst sjá það sem góðan grunn, annað hvort til frekara náms eða til að eiga möguleika á öðru starfi innan fyrirtækisins. „Ég vona að þetta opni mér meiri möguleika á vinnustaðnum og ný tækifæri,“ segir hún. Sauðárkrókur: Reynslumikið fiskvinnslu- fólk sest á skólabekk Fiskvinnslufólkið sem hóf fisktækninám á Sauðárkróki í haust ásamt Jóni E. Friðrikssyni, framkvæmdastjóra FISK Seafood, Bryndísi Þráinsdóttur frá Farskólanum og Ingileif Oddsdóttur, skólameistara FNV. Viðurkenning á starfs- reynslunni skipti máli Ingiríður Hauksdóttir, fisk- vinnslukona hjá FISK Seafood á Sauðárkróki. M en n tu n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.