Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 9
9 greininni og hjá landsmönnum gagnvart umgengni um hafið í kringum landið og auðlindirnar. Í þessu samhengi er líka vert að nefna áhugavert starf innan Sjávarklasans þar sem er suðupottur nýrra hugmynda, þar sem mætast reynsla í greininni og ungt og kraftmikið fólk með nýjar hugmyndir, vöru- þróun og nýsköpun. Menntunarstigið er enn annar mikilvægur þáttur sem verður á okkar borðum og svona mætti halda áfram. Mér finnst umræðan um íslenskan sjávarút- veg alltof mikið hafa verið á einn veg, alltof neikvæð niðurrifsumræða. Ég ætla ekki að láta draga mig út á það svið heldur beina kastljósinu að því sem greinin á skilið, þ.e. þeim tækifærum sem eru í greininni og því jákvæða sem hún er að gera hverju sinni.“ Verk að vinna með stjórnmálamönnnunum - En engu að síður hlýtur hlutverk samtak- anna að vera að eiga samtöl við stjórnvöld um ágreiningsmálin? „Að sjálfsögðu og eitt af allra fyrstu verk- um nýju samtakanna verður einmitt að eiga slíkt samtal við stjórnvöld núna á næstu vik- um og mánuðum í tengslum við ný frum- vörp um stjórn fiskveiða. Við þurfum að stuðla að sátt innan stjórnmálanna og finna flöt þar sem bæði við og stjórnmálamenn fara úr gír upphrópana og alhæfinga en reynum þess í stað að átta okkur á hvernig við ætlum sameiginlega að ná sátt um að reka þessa stærstu og öflugustu atvinnu- grein í landinu. Við verðum að finna þverpólitíska sátt um fiskveiðistjórnunina og veiðigjöld sem endurspegla gengi grein arinnar á hverjum tíma.“ Nýrri kynslóð fylgja nýjar áherslur Eskfirðingurinn Jens Garðar Helgason tekur við formannskeflinu í nýjum samtökum í sjávarútvegi „Mér finnst umræð- an um íslenskan sjávarútveg alltof mikið hafa verið á einn veg, alltof nei- kvæð niðurrifsum- ræða. Ég ætla mér ekki að láta draga mig út á það svið ...“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.