Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 8
8 Jens Garðar Helgason var á dögunum kjör- inn fyrsti formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem til urðu með sameiningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Samtökin eru þau stærstu í sjávarútvegi á Íslandi og standa opin öllum þeim fyrirtækjum sem með einum eða öðrum hætti starfa innan greinarinnar. Jens Garðar segir þau hafa mikið verk að vinna á víðtæku sviði innan greinarinnar, hvort heldur litið sé til þess að eiga samskipti við stjórnvöld um hags- munamál greinarinnar, stuðla að eflingu menntunar í sjávarútvegi eða hvetja til auk- innar áherslu á umhverfismál innan greinar- innar. Eitt stærsta málið sé hins vegar að stuðla að aukinni jákvæðni í garð sjávarút- vegsins, styrkja ímynd hennar bæði í aug- um starfsfólks í sjávarútvegi og meðal landsmanna almennt. Jens Garðar er í Ægisviðtali að þessu sinni. „Að mínu mati er stofnun þessara nýju samtaka til marks um að sjávarútvegurinn er orðinn allt önnur atvinnugrein en var á þeim tíma þegar LÍÚ og SF voru stofnuð. En um leið undirstrika ég að við erum ekki ein- vörðungu að sameina krafta þessara tveggja samtaka heldur eru fleiri fyrirtæki að koma inn í samtökin sem ekki hafa neina aðkomu að útgerð eða vinnslu. Dæmi þar um eru stærstu sölufyrirtækin og ég vonast til þess að við fáum fleiri fyrirtæki í hliðar- og stoðgreinunum til liðs við okkur. Eins og nafn samtakanna bendir til standa þau opin öllum sem með einum eða öðrum hætti byggja starfsemi sína á sjávarútvegi. Mark- mið samtakanna er einmitt að beina sjón- um almennings að þeirri miklu breidd sem er í íslenskum sjávarútvegi í dag,“ segir Jens Garðar og bendir á fræðsluerndi á stofn- fundinum sem dæmi um þetta víðfeðma svið. Þar voru veitt hvatningarverðlaun vegna rannsókna á súrnun sjávar og fjallað um aðkallandi þörf á háskólamenntun inn- an sjávarútvegsins. Tekur ekki þátt í niðurrifsumræðunni „Sjávarútvegur er hátækniiðnaður í mörg- um skilningi, byggir á háþróuðum vélbún- aði, hugbúnaði og rannsóknir í líftækni inn- an greinarinnar eru mjög framarlega. Þar er lagður grunnur að nýrri verðmætasköpun úr hliðarafurðum sem jafnvel eru orðnar verðmætari en fiskflakið sjálft. Þarna er ný- sköpun sem við sem samtök munum styðja við af fremsta megni og sama má segja hvað umhverfisvitundina varðar almennt í Jens Garðar Helgason á bryggjunni á Eskifirði. Fyrsta starf hans var í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og hefur hann alla tíð síðan helgað sjávarútvegi starfskrafta sína. Æ g isv iðta l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.