Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 21
21
„Það stefnir allt í góða vertíð,
hún verður eflaust þegar upp er
staðið vel yfir meðallagi,“ segir
Guðmundur H. Gunnarsson
vinnslustjóri hjá Skinney-
Þinganesi á Höfn í Hornafirði.
Þar hafa hjól atvinnulífsins svo
sannarlega snúist af kappi
undanfarnar vikur og mikil
stemmning í kringum veiðar og
vinnslu á íslensku sumargots-
síldinni.
Guðmundur segir að vel hafi
gengið og eigi það bæði við um
veiðar og vinnslu. „Þetta hefur
verið jafnt og þétt hjá okkur og
vel tekist til varðandi það að
stilla saman veiðar og vinnslu.
Veðrið hefur verið fínt og ekki
valdið töfum í veiðum, þannig
að við höfum reglulega fengið
góðan afla til vinnslunnar,“ seg-
ir hann.
Síldin sótt á aðra veiðislóð en
vant er
Guðmundur segir óvenjulegt sé
við yfirstandandi vertíð að
síldin hafi nú í haust fengist að
stórum hluta úti í Kolluál, vestur
af Snæfellsnesi, en ekki inni í
Breiðafirði líkt og verið hafi
undanfarnar vertíðir. „Síldin er
góð, stór og heilbrigð, virðist al-
veg vera laus við sýkingu,
þannig að þetta er eins og best
verður á kosið,“ segir Guð-
mundur. Bætir við að vissulega
sé síldin óútreiknanleg og eigi
það til að koma fram á nýrri
veiðislóð.
Fyrirtækið Skinney-Þinganes
er nokkuð stórt þegar kemur að
sumargotssíldinni, er með um
15 þúsund tonna kvóta á yfir-
standandi vertíð. „Ef allt gengur
áfram að óskum verðum við að
eitthvað fram eftir nóvember-
mánuði,“ segir hann.
Aukin gæði hráefnis með nýrri
vinnslulínu
Breytingar hafa verið gerðar í
vinnslunni, sett upp ný vinnslu-
lína og var hún tekin í notkun á
liðnu sumri. Afköst vinnslunnar
hafa í kjölfarið aukist mjög.
„Nýja línan hefur reynst vel, við
byrjuðum að nota hana fyrr í
sumar þegar makríl- og síldar-
vinnsla hófst. Með tilkomu
hennar höfum við náð að auka
afköst okkar verulega og erum
ánægðir með hvernig til hefur
tekist þó ennþá eigi eftir að ná
fullum afköstum“ segir Guð-
mundur. Hann nefnir að gæði
hráefnisins þyki líka betri og
flæðið allt í gengum vinnslunna
sé gott. „Það er mjög góður
straumur í þessu, hráefnið fer í
gegn á skemmri tíma og það
eykur gæðin. Línan hefur skilað
betri afurðum þannig að
breytingin er til batnaðar.“
Um 40 manns starfa í
heildina við vinnsluna en unnið
er allan sólarhringinn á vöktum.
Guðmundur segir að færra
starfsfólk þurfi en áður, tæknin,
með aukinni sjálfvirkni hafi
leyst mannshöndina af hólmi,
en á móti komi að fleira vél- og
tæknimenntað fólk þurfi til að
halda vinnslunni gangandi.
Góð síldarvertíð hjá Skinney-Þinganesi á Höfn:
Ný vinnslulína hefur
hefur aukið afköst
Guðmundur H. Gunnarsson, vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi á
Höfn.
Skinney-Þinganes ræður yfir um
15 þúsund tonna síldarkvóta.