Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 11
11 ana. Stjórnmálamenn geta ekki skrifað sig stikkfrí, stjórnandi í raun þriðju stærstu út- gerð landsins. Eru menn sannfærðir um að það að dreifa þessum pottum í litlum ein- ingum út um land sé endilega árangursrík- asta aðferðin eða væri hægt að nýta þessi tonn til að styðja við bak þeirra byggða sem virkilega þurfa á að halda og þá með þeim hætti að máli skipti fyrir þær? Eru kerfin eins og þau eru í dag að nýtast Djúpavogi, Suðureyri og Flateyri, svo dæmi séu tekin? Eða eru til aðrar leiðir sem eru skoðunar- verðar? Innan okkar raða er auðvitað víð- tæk þekking sem við erum að sjálfsögðu til- búin að miðla ef eftir væri leitað um ráðgjöf til stjórnvalda um hvernig málum væri best fyrir komið. Sú ósk yrði að koma úr þeirri átt.“ Erum 90% sammála Jens leggur áherslu á þá framtíðarsýn sína að sem flestir aðilar í sjávarútvegi snúi bök- um saman fyrir greinina og rói í sömu átt. Hann segist koma til með að funda með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á komandi vikum og kynna samtökin, auk þess að ræða við önnur félagasamtök í greininni. „Þannig ætla ég mér að hitta fulltrúa Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar og forsvarsmenn Landssambands smábáta- eigenda. Mín ósk til allra þessara aðila er að við getum átt góð skoðanaskipti um grein- ina og það sem skiptir mestu fyrir hana. Í ís- lenskum sjávarútvegi hafa alltaf verið og verða áfram ólíkir hagsmunir, ólík útgerðar- mynstur, ólík form á vinnslum og svo fram- vegis. En ég er líka þeirrar skoðunar að þegar allt kemur til alls þá séum við að eyða mikilli orku í 10% sem við erum ósammála um en athyglin mætti meira beinast að þeim 90% sem við erum í aðalatriðum sam- mála um. Ég er jákvæður og glaðlyndur maður að eðlisfari og treysti mér alveg til að fara í það verkefni að reyna til þrautar að ná meiri sátt í ágreiningsmálunum því það á sjávarútvegurinn skilið. Bæði starfsfólk í greininni og þjóðin á að vera stolt af henni, einfaldlega vegna þess að hún er sér á báti á heimsvísu.“ Jens Garðar Helgason er 37 ára gamall, fæddur og uppalinn Esk- firðingur. Leikvöllurinn var fjaran og hafnarsvæðið á blómaskeiði Aðalsteins Jónssonar í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Sem líka varð fyrsti vinnuveitandi Jens Garðars sem byrjaði í frystihúsinu 13 ára gamall. „Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Alla mjög vel, sem og Magnúsi Bjarnasyni sem var hans hægri hönd í rekstrinum. Að mörgu leyti held ég að mín hugsun og sýn í sjávarútvegsmálum markist talsvert af því að hafa upplifað og séð hvernig þessir menn stóðu að rekstri á öflugu sjávarútvegsfyrirtæki og létu sér annt um fólki og samfélagið sem fyrirtækið starfaði í. Þetta voru bæði hug- sjónamenn og góðir rekstrarmenn.“ Jens Garðar lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands og áður en náminu lauk var hann þegar kominn á fulla ferð í sölu á mjöli og lýsi í fyrirtækinu Fiskimiðum ehf. Það keypti hann síðan af stofnandan- um, Elfari Aðalsteinssyni, árið 2002. Í framhaldinu flutti Jens Garðar fyrirtækið til Eskifjarðar og hefur starfað hjá því allar götur síðan en árið 2009 keypti Eskja ehf. á Eskifirði fyrirtækið og er Fiskimið ehf. síðan rekið sem dótturfélag. Síðustu kjörtímabil hefur Jens Garðar verið í bæjarstjórn Fjarða- byggðar og er núverandi formaður bæjarráðs. Lærdómsríkt að kynnast Alla Frá stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Stofnaðilar eru um 130 og vonast Jens Garðar til að fleiri aðilar sem starfa í sjávarútvegi sjái sér hag í að ganga til liðs við þau.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.