Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.2014, Blaðsíða 20
20 „Þetta hefur verið allt í lagi,“ segir Arnþór Hjörleifsson skip- stjóri á Lundey NS 1 um vertíð- ina á íslensku sumargots- síldinni, en Arnór og félagar á Lundey hófu veiðar í byrjun október. Hann segir veiði hafa verið ágæta. „Þetta hefur nuddast og veðrið hefur að langmestu leyti alveg verið til friðs. Það skiptir auðvitað miklu,“ segir Arnþór og bætir við að síldin sé góð, stór og falleg. „Þetta er alveg ágætis síld,“ segir hann. Síldin úti í hafi Yfirstandandi vertíð segir Arn- þór að því leyti ólíka þeim fyrri að veiðarnar hafi verið nokkuð langt út af Breiðafirði. „Við vor- um lengst úti í hafi núna, en ekki inn á milli skerja í Breiða- firði eins og við höfum verið undanfarnar vertíðir. Þá höfum við verið að eltast við síldina þar inn og má segja að maður hafi nánast skrapað botn skips- ins við hafsbotninn. Nú vorum við lengst úti á sjó og víðáttan mikil. Að því leyti er þessi vertíð betri en hinar fyrri, það er mun rýmra um okkur en oft áður,“ segir Arnþór. Hann segir að ekki hafi þurft að hafa mikið fyrir veiðunum, síldin hafi gefið sig vel og veiði oftast verið með ágætum, „og svo hefur þetta verið nudd inn á milli,“ segir hann. „Í heildina sleppur þessi vertíð vel fyrir horn, er í raun svo sem hvorki betri né verri en þær fyrri.“ Arnór gerir ráð fyrir að þegar skipið hefur veitt kvóta sinn af íslensku sumargotssíldinni muni hann fara á kolmunna- veiðar. „Ætli við snúum okkur ekki að kolmunna þegar þessu er lokið.“ S íld a rv ertíðin Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri. Arnþór Hjörleifsson skipstjóri á Lundey NS 1: Síldin úti í hafi Lundey NS landar á Vopnafirði. Þeim fækkar löndunum skipsins í þeirri höfn þar sem skipið hverfur úr flota HB Granda þegar ný uppsjávarskip fyrirtækisins koma frá Tyrklandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.