Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 88
86
HUNAVAKA
Slíkum landsýnum gátu þeir einir höfundar lýst sem höfðu séð fjöll
og firði af hafi. Þetta er vitaskuld ekki undarlegt, enda voru sagna-
höfundar engir heimalningar.
e. Þegar langþreyttur landnemi er kominn í námunda við þá
fyrirheitsjörð sem hefur verið til víjað, þykir sjálfsagt að hann kiífi hátt
fjall og skyggnist um, jafnvel þótí það eigi ekki fyrir honum að liggja
að reisa sér bústað þar sjálfur. Þegar dregur nær lokum fimmtu
Mósebókar, er hertogi og lögmaður Gyðinga orðinn lúinn af útlegð og
langri göngu. Af efstu stundum hans segir svo í Stjórn:
Og er Moyses hafði þetta mælt, þá sté hann upp á fjallið Nebor á
hvirfil Faska gagnvart Jeríkó, og sýndi guð honum alla jörð
Galað, allt til Dansjarðar, Neptalim og jörð Effraim og jörð
Manase, og alla jörð Júða allt til hins yzta sjóvar, og austurhálfur
og víðleik Jeríkó, Pálmaborgar allt til Segor.
Drottinn mælti við Moysen: „Sjá er jörð sú, er ég svarði og gaf
Abraham, Ýsak og Jakob og kyni þeirra. Nú sástu það augum
þínum. En þú munt eigi koma fótum þínum á það.“
Þá andaðist Moyses þar á fjallinu.
Þetta er talin frægasta sýn af fjalli sem getur um í letrum þessa
heims, og er ástæðulaust að fara fleiri orðum um hana hér, enda skiptir
meira máli í þessu spjalli hvernig hinni veraldlegu ritningu Vatnsdæla
farast orð um fornan höfðingja þeirra. Á leiðinni sunnan úr Borgar-
firði dvelst hann um vetur í Víðidal, og er þá farið að styttast heim að
Hofi.
En er voraði og nokkuð leysti snjó úr hlíðum, þá mælti Ingi-
rnundur: „Forvitni er mér á að vita, ef nokkrir menn gengi á hátt
fjall og sæi, ef nokkuð væri snjóminna að sjá í aðra staði, því að
eigi þykir mér sem vér munum í þessum dal búnað reisa, og eigi
er ellegar jafnkeypi.“
Síðan gengu menn á fjall eitt hátt og sá víða þaðan. Þeir komu
aftur og sögðu Ingimundi, að fjöll voru snjólaus mjög þau er lágu
í landnorður, „og er gott til að líta, en hér er sem hin sama hríð sé
ávallt, er vér erum, og kunnum vér það að sjá, að þar eru
landskostir miklu betri.“