Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 147
HÚNAVAKA
145
Þegar litið er á fyrstu tvö atriðin, er fróðlegt að bera saman niður-
stöður rannsóknarinnar í Húnavatnssýslum við bókina Islenskir Þjóð-
hœttir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Sú bók er eins og flestum
mun kunnugt eina yfirlitsritið um siði, verkhætti og þjóðtrú í hinu
gamla bændasamfélagi og fjallar að mestu leyti um aðstæður á 18. og
19. öld. Þá var enn fært frá um allt land, svo ekki er neinn fróðleik að
finna hjá Jónasi um lok fráfærna. Heimildamenn okkar aftur á móti
fjalla flestir um fyrstu áratugi þessarar aldar.
í fslenskum Þjóðháttum er greint frá því, að uppúr fardögum hafi
menn farið að stía, þ.e. að venja lömbin smám saman frá mæðrunum.
Það var gert i stekk, sem var eins konar rétt með sérstakri lambakró
áfastri og var þak á krónni. Lömbin voru geymd í lambakrónni um
nætur í um það bil 2-3 vikur og ærnar mjólkaðar á morgnana áður en
þeim var sleppt saman. Á þessu tímabili voru lömbin mörkuð, hrút-
lömb gelt og fullorðið fé rúið. Jónas getur þess, að börn hafi oft kjassað
lömbin innilega á stekkjartímanum, en hafi verið stranglega bannað
að kyssa þau því þá átti tófan að taka lömbin á fjalli um sumarið.
Á þessum atriðum höfðu orðið gifurlegar breytingar samkvæmt
könnun okkar. Næstum því undantekningarlaust sögðu heimilda-
menn, að stekkir hafi verið fallnir fyrir þeirra tið og ekkert hirt um að
endurbyggja þá. Lömb og ær voru þá aðskilin í fjárhúsum eða
heimarétt. Af þeim sem sögðu stekki enn notaða þegar þeir mundu
eftir, voru þrír í Vesturhópi, einn í Svartárdal, tveir í Langadal og einn
í Þingi, en á síðasttalda bænum var stekkurinn aðeins einföld rétt og
engin lambakró.
Líklegasta skýringin á að stekkjum var ekki haldið við, var sú að
þeir nýttust ekki nema við takmarkaðan þátt í sauðfjárhirðingunni.
Auk þess sem ofan er nefnt, voru stekkir oft notaðir við mörkun,
geldingu og rúningu, en reynslan sýndi mönnum að ekki var síðra að
vinna þau verk í heimarétt eða fjárhúsum. Venjan að stia áður en
lömb og ær voru aðskilin fyrir fullt og allt virðist hafa verið á undan-
haldi, einkum í Austur-Húnavatnssýslu. Þar þekktu aðeins fjórir til að
þetta hafi verið gert. Öðru máli gegnir i vestursýslunni, en þar var
stíað á 10 bæjum af 16 sem könnunin náði til. Sjö af þessum tíu bæjum
voru á Vatnsnesinu, 2 vestan megin og 5 austan. Fáeinir könnuðust
við að stíað hafi verið fyrir þeirra tíð, en því hafi verið hætt um eða
nokkru fyrir aldamót. Þar sem stíað var, var tímabilið þó mun styttra
en getið er um i íslenskum Þjóðháttum, oftast frá 3 dögum og upp í
10