Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 96
94
HÚNAVAKA
málum hans: Þeygi em’k míns mildur matar. Einn af Ynglingum var
kallaður Hálfdan hinn mildi og hinn matarilli; hann var örlátur á gull,
en svelti menn að mat. Þetta minnir á orð Hallgerðar langbrókar við
frumver sinn Þorvald: „Ekki fer ég að því, þótt þú hafir svelt þig til fjár
og faðir þinn.“ Um Geirröð konung fer Frigg hörðum og ósönnum
orðum: „Hann er matníðingur sá, að hann kvelur gesti sína, ef honum
þykja of margir koma.“ (Inngangur að Grímnismálum). „En það var
hinn mesti hégómi, að Geirröður konungur væri eigi matargóður.“
Styrmir er talinn ekki einungis matníðingur við hjú sín, heldur
einnig óbeinn við gesti, og er hvorutveggju löstur svo óhöfðinglegur
sem framast má verða.
2.5. Þegar Ófeigur gamli gengur fyrir goða í því skyni að velja tvo
úr hópi þeirra til gerðar, velur hann þeim öllum hæðileg orð, en um
leið sérkennir hann þá, hvern um sig. Dómur hans um Styrmi á
Ásgeirsá er býsna harður, og þó minnist hann hvorki á græðgi hans né
matsínku:
Þar situr þú, Styrmir, og mun mönnum það undarlegt þykja, ef
ég læt þig eigi koma í það mál, er mig tekur henda, því að ég er í
þingi með þér, og á ég þar til trausts að sjá, er þú ert, og þú hefir
margar góðar gjafir af mér þegið og allar illu launað.
Það var vitaskuld skylda goða að vernda þingmann sinn, og því
mátti Ófeigur gera ráð fyrir trausti hjá honum. En Styrmi er auðsæi-
lega lítt treystandi, enda lætur hann sér nægja að þiggja góðar gjafir
en hirðir ekki að launa þær. Þó þótti sjálfsögð skylda að bregðast betur
við gjöfum, eins og bent er á í Hávamálum: Glík skulu gjöld gjöfum.
Viðurgefendur (þeir sem skiptast á gjöfum) erust vinir lengst. Æ sér tilgildis
gjöf. Síðasti málshátturinn er svolítið frábrugðinn í Gísla sögu og
ÓlTrm: Æ sér gjöf til gjalda, og í Háttatali segir Snorri Sturluson: Gjöf
sér til launa. Ýmislegt í Hugsvinnsmálum minnir á þetta: Gjalt gjöf við
gjöf og Gjafir launa / skaltu við góðan hug, / þœr er þér veita vinir.
Um Járnskeggja á Þverá (Munkaþverá) segir Ófeigur að hann þjái
einkum ofmetnaður:
Þar situr þú Járnskeggi, og skortir þig eigi metnað að gera málið,
og eigi myndi þér illa þykja, þó að undir þig kæmi þetta mál. Og