Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 106
104
HÚNAVAKA
Hvað var haft til skemmtunar pegar fólk kom saman á bœjum að vetri til?
Það var spilað, mest vist, en krakkar spiluðu ýmislegt annað.
Lomber var nánast aldrei spilaður og ég veit ekki til þess að aðrir en
Gísli á Bergsstöðum og Stefán á Gili hafi kunnað hann. Þeir spiluðu
lomber við Brynjólf í Þverárdal meðan hann var þar. Brynjólfur var
framúrskarandi gleðimaður.
Var einhver veiði hér?
Veiði, já ég held nú að það hafi verið veiði hér þangað til andskotans
laxinn kom. Það voru ótaldir málsverðirnir sem fengust úr ánni. Það
kom ekki fyrir einn einasti sunnudagur allt sumarið svo framarlega að
ekki væri verið í heyi að ég færi ekki að veiða í ánni, og fékk alltaf
mikið. Þetta var mest urriði, en það var dálítið af bleikju, og það stórri
bleikju, en hún var alltaf tregari að taka. Þetta þótti mikið nýnæmi á
vorin og jafngilti því að sækja fisk niður á Ós, sem var svo aldrei neitt
sérstakur eftir að vera búinn að velkjast í pokum alla þessa leið.
Þú ert ekki hrifinn af laxinum?
Nei, það eru þau aumustu skipti sem ég hef vitað. Silungurinn hvarf
nánast alveg þegar laxinn kom.
Einu sinni vorum við fjórir fram í Bugum að byggja skála og
höfðum með okkur net og lögðum í vatnið. Þar fengum við nóg af
silungi fyrir okkur, en svo fórum við út Stafnsgil ég og Ágúst Andrés-
son. Hér áður var sykurinn fluttur inn í 100 punda kössum og við
höfðum svoleiðis kassa á hestunum, og þeir voru troðfullir þegar við
komum út eftir, allt veitt á stöng. Eg man eftir þvi að í svonefndum
Moldbakkahyl, sem nú er horfinn, höfðum við 25 silunga. Hann var
alls staðar í torfum.
Hverju beittuð þið?
Þetta voru mest svokallaðir lífoddar, þ.e. kverkin á silungnum. Þar
skar ég þunnar flögur og beitti þeim. Að vísu var notaður ánamaðkur,
en mönnum þótti seinlegt að beita honum. Veiðarfærin voru fremur
órtlerkileg, það voru þessar bambusstangir sem maður hafði, annað
þekktist ekki. Færið var seglgarn sem þá var gjarna litað og svo hafði
maður öngla.
Það voru sagnir um laxa út í ánni hjá Bólstaðarhlíð, og Guðmundur
veiddi eitthvað af honum. Ég held þó, að við Ágúst höfum verið með
þeim fyrstu sem veiddu eitthvað að marki í ánni, aldrei þó lax. Árni
Knudsen sem var á Bergsstöðum hjá foreldrum sínum veiddi eitthvað,
en síðan fór að verða meira um að menn reyndu þetta hér. Ég man