Húnavaka - 01.05.1985, Blaðsíða 222
220
HÚNAVAKA
konu hans Þorbjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal, systir Guð-
mundar Björnssonar landlæknis og þeirra systkina. Út af Helga i Gröf
er komið margt góðra manna.
Langafi Guðmundar i föðurætt var Þorsteinn Helgason frá Sól-
heimum í Hrunamannahreppi, Eiríkssonar frá Bolholti. Langamma
hans í föðurætt var Sigurbjörg, dóttir séra Jóns Jónssonar á Auðkúlu
og Ingibjargar Oddsdóttur frá Miklabæ.
Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum á Geithömrum til full-
orðinsára ásamt fjórum systkinum sínum, Birni, Þorsteini, Þorbjörgu
og Jakob. Auk þess átti hann einn hálfbróður, sem heitir Jón. Guð-
mundur lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1933. Jafnframt vann
hann að búi foreldra sinna og einnig nokkuð utan heimilis. Einn vetur
var hann við smíðanám i Reykjavík hjá Birni bróður sínum.
Arið 1945 gekk hann að eiga Sofíu Jóhannsdóttur í Holti, úrvals
konu. Hófu þau þá þegar búskap þar, fyrst á hluta jarðarinnar á móti
foreldrum hennar, en síðan á jörðinni allri, eða frá 1948. Þau Guð-
mundur og Sofía eignuðust fimm mannvænleg börn. Þau eru Jóhann
bóndi í Holti, giftur Björgu Helgadóttur frá Þórormstungu og eiga
þau 4 börn. Þorsteinn doktor i jarðvegsfræði, kennari við háskóla í
Vestur-Berlín, giftur Ulrike Becher og eiga þau 2 börn. Halldór bóndi
í Holti. Bragi sagnfræðingur, menntaskólakennari á Akureyri, giftur
Ragnheiði Sigurðardóttur frá Grenjaðarstað og eiga þau 1 barn.
Bryndís Fanný sjúkraþjálfari í Reykjavík.
Guðmundur í Holti var vel gerður maður. Hann var hraustbyggð-
ur, léttur á fæti og ötull til allrar vinnu. Hann var verkhagur og
handlaginn enda töluverður smiður og mun hugur hans hafa staðið
allmikið til smíðanáms um tíma. Hann var sérlega heilsugóður svo
aldrei mun hann hafa lagst inn á sjúkrahús um ævina. Hann var vel
greindur maður, prúður í framkomu og gerhugull. Þó hann ætti til að
skipta skapi snögglega á yngri árum, þá var það sjaldgæft. Hann hafði
góða skapgerð og kom sér vel meðal starfsfólks, hvort sem hann hafði
yfir því að segja eða ekki. Það kom því engum á óvart, að hann skilaði
góðu dagsverki.
Svínadalurinn hefur löngum verið í slæmu vegasambandi og var
svo enn þegar þau Guðmundur og Sofía byrjuðu búskap. Fyrir þá sök
voru flest hús í dalnum gömul torfhús, í Holti eins og annars staðar.
Mýrar voru blautar og erfitt með ræktun túna. En einmitt sama árið
og þau tóku við allri jörðinni, kom hér í dalinn skurðgrafa, sem á