Húnavaka - 01.05.1986, Page 11
/
Avarp
Sú venja hefur skapast undanfarin ár að fylgja Húnavöku úr hlaði með nokkrum
orðum.
Þetta ár er efnisval ritsins með svipuðu sniði og verið hefur síðustu árin. Reynt
hefur pó verið að leggja aukna áherslu á að birta fre'ttir af því helsta sem gerðist í
sýslunm á liðnu ári. Stundum hefur það valdið nokkrum vonbrigðum hvað erfitt
hefur verið að fá suma aðila, sem beðnir hafa verið um fréttapistil, að skila í tœka
tíð. Hefur jafnvel ekki tekist að koma slíku efni í ritið, því að á síðustu stundu
hefur brugðist það fréttaefni, sem ítrekað hefur verið beðið um. Annan tíma hefur í
skyndi venð hringt og fengnar upplýsingar, sem síðan hafa verið festar á blað og
settar í ntið. Flestir eiga þó þakkir skyldar fyrir að hafa brugðist vel við
fréttakvabbinu og sent okkur fréttapistla. Hefur ritnefnd jafnan óskað eftir að hafa
leyfi til að samræma þá, fella úrþeim og víkja lítils háttar til orðalagi. Þannig að
það kœmifyrst og fremst fram á sem hlutlausastan hátt er fréttnœmt og til fróðleiks
gæti talist, en hugleiðingum og öðru þess háttar sleppt. Hefurþó öllum breytingum
á fréttum, fram að þessu, verið mjög í hóf stillt og reynt að láta þœr halda sér eins
og þœr koma. Hafi einhverju verið breytt hafa flestir tekið því vel.
Ritnefnd vill samt takafram að henni sé heimilt að víkja til orðalagi á sendum
fréttum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið nauðsynlegt til að halda frétta-
þættinum með því sniði að hann hafifyrst og fremst heimildagildi, verði ekki alltof
langur og fjöldi smáatriða sé talinn upp með sama sniði ár eftir ár.
Húnaþing hefur eins og önnur héruð landsins sitt sérstaka svipmót. Lífsskilyrði
og þróun byggðar hafa átt sinn þátt í að móta sögu héraðsins í aldanna rás. Talið
er að Húnvetningurinn, Hafliði Másson, hafi orðið fyrstur Islendinga til að rita
eða láta rila, á heimili sínu Breiðabólstað í Vesturhópi, á íslenska tungu. Það voru
lögin eins og kunnugt er. Álitið er að í klaustrinu á Þingeyrum hafi margar af
fomsögum okkar fyrst verið fœrðar í letur.
Sú tilhneiging hefur löngum fylgt Húnvetningum að skrásetja nytsaman fróð-
leik, kveðskap og sögur. Þess vegna eru til miklar heimildir um sögu héraðsins á
liðnum öldum.
Á siðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á búskaparháttum og lífi
fólksins. Bændabýli hafa farið í eyði, forn vinnubrögð eru að hverfa og ný að taka
við. A slíkum breytingatímum getur ýmiss gamall og merkur fróðleikur um líf
fólksins og samskipti þess við landið glatast.