Húnavaka - 01.05.1986, Page 12
Mörgum er þetta Ijóst og lagt hefur verið kaþp á að safna saman og varðveita
margs háttar gögn, svo sem skjöl, bréfasöfn, fundargerðabœkur, Ijósmyndir og
annað er heimildargildi hefur.
Hér í sýslu hefur um nokkurra ára skeið verið unnið mikið starf við uppbyggingu
á héraðsskjalasafni í kjallara Bókhlöðunnar á Blönduósi. Þar hefur verið safnað
saman miklu og merku safni fyrrnefndra gagna. Unnið hefur verið að flokkun þess
og verulegur hluti af því er nú þegar raðaður eftir efni og aðgengilegur í skápum. í
safninu er einnig fjöldi œttfrœðibóka. Þar er góð vinnuaðstaða fyrir þá sem áhuga
hafa og tíma til að grúska í og afla sér gagna og heimilda úr þeim mikla fróðleik
sem þarna er að finna.
A síðari árum hefur víða um land verið hafin útgáfa á héraðsritum ekki
ósvipuðum Húnavöku. Gildi þessara rita hefur farið vaxandi með hverju ári sem
líður. Þau styrkja tengslin við fortíðina og geta um leið rennt stoðum undir
framtíðina, verið einn þátturinn í að efla byggðina og mannlífið í héruðunum.
Hinn œvaforni atvinnuvegur þjóðarinnar, landbúnaðurinn, á nú við mikinn
vanda að etja. Hafa sumir á orði að framundan sé stórfelld faekkun bœnda. Aðrir
vilja hamla þar á móti með öllum tiltœkum ráðum og telja að byggð á stórum
svœðum sé í hœttu ef slíkt gerisl í skyndingu. í raun held ég að þeir sem kynna sér
málin séu sammála um að ekki megi fœkka verulega í sveitum héraðsins eigi þœr
að halda velli atvinnu- og félagslega.
Góð afkoma fólksins í kauptúnunum er að stórum hluta háð byggðinni í
sveitunum og það í miklu ríkari mœli en í fljótu bragði kann að virðast. Fram-
leiðsla landbúnaðarafurða í sveitunum hefur verið ein meginstoðin sem atvinnulífið
á Blönduósi byggir á. Þess vegna er það knýjandi nauðsyn að fullur skilningur og
gagnkvœmur sé milli þeirra er kauptúnin byggja og sveitirnar erja.
Nú þurfa allir Húnvetningar að vinna saman að eflingu atvinnulífs um héraðið.
Sameinast verður um að grípa hvert tœkifceri sem gefst til nýrra leiða í uppbygg-
ingu atvinnufyrirtœkja og eflingar þeirra sem fyrir eru. Héraðið verður aldrei
nœgilega sterkt nema Blönduósingar, Skagstrendingar og íbúar sveitanna myndi
órofa samstöðu, þétta fylkingu, til varnar og sóknar saman, bœði til sjávar og
sveita.
Sýnum mátt okkar. Gefum því unga fólki sem er að vaxa til manndóms í
héraðinu kost á að lifa og starfa í því, byggja það og baeta, en ekki að hrekjast á
brott úr heimahögum. Gefum því kost á valfrelsi um búsetu.
Húnavaka þakkar þeim mörgu sem hafa lagt henni lið á einn eða annan hátt og
óskar lesendum sínum gœfu og velfarnaðar á árinu.
Stefán A. Jónsson.