Húnavaka - 01.05.1986, Page 19
H U N A V A K A
17
Gamla húsið í Vikum, byggt 1915-1917 af Árna í Víkum og Fritz Berndsen. Húsið brann vorið
1966. Ljósm.: B. Bergmann.
,Ja, ég er bara að reyna að smíða brú eins og á Fossá,“ sagði ég. , Já,
það er einmitt svona sem hún er smiðuð,“ sagði hann. Þá var ég búinn
að setja sléttan vír í upphengi en brúin var nú bara fjöl.
Svo var það löngu seinna, eftir 1940, að við sveitungarnir tókum að
okkur að smíða nýja brú á Fossá. Við fengum aðeins einn mann að,
járnabeygjumann úr verksmiðjunni á Skagaströnd. Við vorum bara
sjálfir yfir þessu en höfðum teikningar. Steingrímur Davíðsson var
eftirlitsmaður en ég vissi aldrei til þess að hann brygði máli á eitt eða
neitt. Ríkið borgaði Fossárbrúna, hún var áætluð á fimmtíu þúsund
en kostaði aðeins þrjátíu og sex. Það þótti vel af sér vikið því þetta voru
allt óvanir menn.
Þegar við vorum að þessari brú þá kom ég eitt sinn að Björgum. Þar
var gömul kona, orðin rúmlæg, sem Guðbjörg hét og var alltaf glað-
sinna. Við vorum málkunnug. „Og ennþá geturðu hlegið, Guðbjörg
mín,“ sagði ég. ,Já, já, ég vildi að ég yrði ekki eldri en það,“ svaraði
hún, „þó ég sé í rúminu. Jæja, nú ertu kominn til að smíða alvörubrú á
Fossá.“ „Nú hvernig veistu það?“ sagði ég., Jú,“ svaraði hún, „ég vissi
það að þegar þú varst drengur, þá varstu að smíða brú á hana. Hann
pabbi þinn sagði mér það einu sinni og það með, að hann væri
smiðsefni strákurinn.“
2