Húnavaka - 01.05.1986, Page 22
20
H U N A V A K A
vængnum, þá var hinn fastur og kannski kroppurinn líka. Það var
hinsta kveðjan.
Eitt kvöld heyrði maður brak og bresti meira en önnur kvöld. Ég fór
vestur í víkina til að skoða þetta. Þá sá ég að íshellan var komin upp
fvrir flóðfar og farin að hlaðast upp í fjörunni. Um morguninn var
hvorki meira né minna en um tíu metra hár garður af þessum tveggja
feta þykku ísplötum. Þeir kalla það ísskrúfuna, ísþekjuna sem kom á
það sem fyrir var. Að ísinn, sem fyllti Flóann og var samfrosinn, skyldi
láta undan, það hefur þurft eitthvað til. Hann rann líka á land inn í
Þingeyrasandi en ekki nema smásmugið hjá því sem hér var.
Það voru jarðbönn að mestu. Þó gengu sauðir hér úti gjafalitlir.
Taldist til að þurft hefði hneppi í sauðinn. Það voru nú ekki nein ósköp
en óvenjulegt samt. Fyrir kom að maður sá blóð í kröfsunum. Þeir fóru
mikið um háurðirnar og átu geitaskóf sem er á hverjum steini í Múl-
anum og oft kló niður með. Þetta voru þeir að krafsa og rispuðu sig svo
á þessu, þetta var svo harðfrosið.
Ég held það hafi verið viku af sumri að Villi bróðir var, sem oftar, að
reka sauðina ofan af Múlanum. Þegar hann var kominn niður undir
Selatangaurðina tók hann eftir því, að þeir kveinkuðu sér af kulda og
lögðust niður. Það blés mest undir kviðinn þegar þeir voru á brúninni
og þá þótti þeim þörf að hlýja sér. Pabbi sagði að það væri linkumerki
og þeir þyrftu aðhlynningu er svo væri komið. Þá voru þeir hafðir inni
í hálfan mánuð en síðan beitt aftur.
Einn góðan veðurdag var sunnanátt og þá sá maður bara að hver
spöngin af annarri féll við útfallið. Það kauraði og marraði í þessu
þegar þetta var að rifna og bresta í sundur. Svo var ísinn farinn nema
feiknajakar á grunnslóð og hröngl í fjörum. Isinn sem kom hérna 1965
og ’69 var eins og lambahjarðir miðað við þetta.
Það er margt að skoða utan dyra. Þarna er steypuhrœrivél, gerð úr tundurdufli,
kerran með sturtubúnaðinum, vinnupallur á dráttarvél, stór og lítil jarðvinnslu-
tœki. Einnig nýlegur plastbátur.
Það hefur líklega verið 1935 að mér var gefinn bátur af Carli
Berndsen. Ég heiti Karl Hinrik eftir honum og pabba hans. Þeir voru
þá báðir lifandi. Ég var inn á Skagaströnd að snúast eftir bát til að fá í
soðið og eitthvað þess háttar og Carl vissi það. Hann sagðist eiga bát
sem héti Svanur en hann væri líklega helst til stór. Þetta væri fjórróinn
bátur og hafi þótt góður. En hann var búinn að standa inni í Eyjarnesi
í tvö ár.