Húnavaka - 01.05.1986, Page 26
24
HUNAVAKA
frá staurunum og raða þeim fastar saman svo þeir lykkjuðust ekki úr.
Þó þurfti ég að fara út á flekann einu sinni á leiðinni til að laga staur
sem var að losna. Þá var Jóhannes voðalega smeykur um mig og vildi
ekki sleppa af mér hendinni og sagðist ætla að hafa band á mér. Ég
sagði að hann mætti það nú en það væri engin hætta með flekann,
hann bæri miklu meira en þyrfti til að halda mér uppi.
Við fórum svo með flekana inn í Skagastrandarhöfn því það var
orðið áliðið dags. Það gekk illa að koma þessu áfram, straumurinn
sagði til sín og vestangolan var lika heldur til að vera á móti. Ég fékk
svo Óla norska til að fara með staurana inn á Blönduós fyrir mig.
Hann átti ennþá stærri trillu en Jóhannes, sem hann kallaði Luden-
dorf. Hann lagði einn í þetta minnir mig. Og komst með flekann inn í
Laxárvík. Þar dagaði hann uppi og lá af sér nóttina. Fékk held ég
sunnanátt. Þetta varð sögulegur flutningur, seinvirkur mjög.
Staurarnir komust svo upp á bryggju á Blönduósi og þangað varð
Bjarni að sækja þá. Ég hefði nú aldrei farið með þá lengra þótt allt
hefði gengið vel. En ég á ennþá kaffi inni hjá Bjarna.
Okkur er farið að verða kalt og við snúum heim í bœ. Þar bíður okkar kaffi og
krœsingar, framreiddar af Lilju dóttur þeirra hjóna. Margt er skrafað og skegg-
rœtt undir borðum en síðan snúum við aftur inn í stofu. Við rœðum um sjómennsku.
Eg var kominn yfir fermingu þegar ég fór fyrst í róður. Það gekk illa,
við vorum ekki fisknir eða fundum ekki fisk þá sjaldan við fórum.
Útræði var ekki stundað reglulega hér hvorki í minni tíð né pabba en
auðvitað skruppum við stundum eftir soðningu. En Guðmundur afi,
hann var sjómaður og stundaði sjóróður og hákarl og hvað annað.
Þegar ég var um tvítugt var ég þó tvö haust á línu með Steini á
Hrauni. Báturinn hét Sæfari. Þegar við vorum að hefja róðra seinna
haustið þá kom Steinn til mín með nýja lóð og sagði: „Eg ætla að trúa
þér fyrir þessum spotta. Ég sá i fyrra að þú gekkst vel um lóð.“ Það var
nú eitt af því sem þótti kostur að menn legðu vel niður og bjóðið gengi
vel út. Ég fékk aldrei hól fyrir það.
En þarna var fermingarbróðir minn og jafnaldri, Sveinn á Þang-
skála, hann fékk hól fyrir hvað gekk vel út. Hann lagði líka svo fallega
niður, það var með einhverju sérstöku lagi að hann gat í flýti lagt svo
niður að það var líkt og allir önglar væru eins í bjóðinu hjá honum,
væru bara alveg í móti. Og þegar kom að bjóðinu hans Sveins. ,Jæja,
róið þið nú strákar,“ sagði Steinn, hann átti alveg víst að það væri bara
hægt að þeyta út bjóðinu hans Sveins, við máttum alveg hraðróa.