Húnavaka - 01.05.1986, Page 31
HUNAVAKA
29
,,Emu sinm var Guðmundur bróðir spurður að
pví hvernig pað vœri með drengina hans Kalia,
hvorl petta vceru allt listasmiðir. Já, pað er nú
svo komið að Kalli er orðinn klaufinn í Víkum,
svaraði Guðmundur. “ Ljósm.: Unnar.
Vtð erum búnir að rabba við Karl í fjóra tíma. Það sjást ekki þreytumerki á
honum. Við tökum eftir að hann er ekki tóbaksmaður.
Aldrei revkt? Jú, jú. Ég var eitthvað um sex til sjö ára gamall þegar
ég ætlaði að fara að byrja á þessum ósköpum að reykja eins og pabbi.
Hann var mikill tóbaksmaður.
Það var einn dag að hann var nýgenginn út úr stofunni en eftir á
borðinu voru öskubakkinn með vindlastúfum í, pípan og eldspýturn-
ar. Ég hafði séð að hann setti stundum vindlastúfana ofan í pipuna og
reykti þá. Það hlýtur að vera aldeilis bragð af því, hugsaði ég og gerði
það og kveikti svo í. Síðan fór ég að reykja og stakk höndunum í
vasann og gekk um gólf og ekki var að efa það að þá var ég miklu meiri
maður svona búinn.
Jæja, en það stóð ekki lengi. Mér fór að verða óglatt. Ég flýtti mér að
koma öllu á sinn stað en ekki batnaði ógleðin. Svo ég fór nú hálf-
vesældarlegur að finna mömmu, það var nú ráðið þegar eitthvað var
að. Hún skildi ekkert í þessu, ég hafði verið svo kátur og hress að leika
mér fyrir lítilli stundu en núna var svona komið. Ja, ég gaf nú ekkert
upp, enda ekki beint spurður og þóttist góður með það. En hún tók
vaskafat, fór inn og sótti rúmteppi og breiddi yfir mig uppi í rúmi, setti
síðan vatnsglas hjá mér. En það var eftir dálitla stund að ég var búinn
að selja upp og þar með var því ævintýri lokið.
Annars hef ég liklega kveikt í tíu sígarettum um ævina. Þegar
maður var kominn á fermingaraldurinn þótti alveg sjálfsagt að maður
væri með. En það sótti alltaf í sama horfið, mér varð óglatt. Og ég
hugsaði sem svo. Nú hætti ég reykingamenntinni alveg og það verður
að lánast hvort ég verð talinn maður með mönnum.
Klukkan er farin að ganga sjö og tími kominn til að halda heimleiðis. Enn er
drukkið kaffi og litið á gamlar myndir. Svo þökkum við fyrir okkur og kveðjum
þennan glaðbeitta mann, Karl Árnason.