Húnavaka - 01.05.1986, Page 34
MAGNÚS BJÖRNSSON, Syðra-Hóli:
Rán í Höfðakaupstað
Veturinn 1685-1686 hafði verið í mildara lagi um Húnavatnsþing,
frostvægur og snjóléttur og búpeningur var vel framgenginn er voraði.
En þá skipti um og varð vorið hretasamt. Gróður kom seint, lamba-
höld urðu verri en búist var við, útivinnan síðbúin og tafsöm. Hinn
gamalkunni gestur, vorsveltan, stóð við dyr hins fátæka almennings.
í hverju koti var hugsað og spurt í hljóði. Hvenær verður hægt að
fara á grasafjallið? Hvenær má stía lömbunum? Skyldi vorskipið fara
að koma?
Það hafði vorað fyrr og betur í Danmörku en á íslandi. íslandsför
höfðu lagt út með fyrra móti, hrepptu hæg veður og komust undir
land með heilu og höldnu. Höfðaskip slagaði inn Húnaflóa nálægt
miðju vori og létti akkerum á skipalæginu sunnan undir Spákonu-
fellshöfða. Kaupmaðurinn Lauritz Bech, steig á land ásamt fylgdarliði
sinu, beyki og nokkrum verslunarþjónum. Kaupmaður gekk að vöru-
skemmunni og gekk úr skugga um að þar væri allt með kyrrum kjörum
síðan hann skildi við hana næstliðið haust. Þetta var sterklega viðað
hús, rishátt, bikað utan og rammlega læst með járnslá og öflugum lás.
Vörum var skipað upp og raðað í verslunarhúsið. Bændasynir og
húskarlar af næstu bæjum unnu að uppskipuninni ásamt verslunar-
þjónum og skipverjum og töluðu við þá dansk-íslenskt hrognamál.
Kaupið var lítið en til uppbótar lét kaupmaður þá fá, tvisvar á dag,
staup af dönsku kornbrennivíni og köku af svartabrauði, eins konar
skonroki, sem fslendingar kölluðu Þrælabrauð, því þeir höfðu frétt að
Danir fóðruðu á því tukthúslimi og galeiðuþræla.
Skipverjar sögðu þær fréttir, sem raunar var engin nýlunda, að
viðsjár væru með þjóðum og ótryggar siglingar vegna víkingaskipa,
sem sveimuðu um höfin og sætu fyrir kaupskipum og rændu þau.
Enskar og hollenskar fiskiskútur væru á hverju sumri að veiðum við
íslandsmið, og þrátt fyrir að valdsmenn konungs og kaupmenn sjálfir