Húnavaka - 01.05.1986, Page 35
HUNAVAKA
33
H'óephnersverslunarhisin á Skagaströnd. Lengst til hœgri er Sœmundsenbúöin, en vinstra megin
Assistentastofan. Ljósm.: E. Hemmert.
byðu sig fram um það, að hindra verslun þeirra við landsmenn, tókst
aldrei til fulls að koma í veg fyrir hana. Duggararnir buðu miklu betri
kjör en einokunarkaupmennirnir og því létu landsmenn hvorki
hótanir né harðar refsingar, ef uppvíst varð, aftra sér frá því að laum-
ast út í duggurnar og skipta vörum sínum, prjónlesi, sauðarföllum og
öðru er þeir höfðu handbært, fyrir veiðarfæri, áhöld, skipsbrauð, tó-
bak og brennivín, þann munað er þeir voru sólgnastir í. En kunnu þá,
sem fyrr og síðar, illa með að fara. Er Höfðaskip hafði losað vörur þær,
sem fara skyldu í Höfðakaupstað, létti það akkerum og sigldi burt.
Ekki löngu síðar verður það til nýlundu, að tvær hollenskar duggur
sigldu að landi við Höfðann. Skipverjar fóru á land 20 saman í tveim
bátum stórum. Fátt manna var fyrir, nokkrir danskir verslunarmenn
og fáeinir fslendingar, vopnlausir allir. Vissu þeir ekki hverra erinda
Hollendingarnir fóru í land og gláptu hissa á gestina. En þeir létu ekki
lengi þurfa að efast um erindið. Þeir gengu rakleitt að kaupmanns-
búðinni létu hurðir og lása eiga sig, en klifruðu viðstöðulaust upp á
þakið. Þar brutu þeir á stóra glufu og tóku út um hana varning á báða
bátana. Réru síðan fram í duggurnar með fenginn, innbyrtu hann og
létu að því loknu frá landi. Voru þeir ótrúlega fljótir að koma þessu í
3