Húnavaka - 01.05.1986, Page 43
H U N A V A K A
41
Konan var greinilega orðin voðalega reið.
— Sjónvarpið. Það gat verið að þú hugsaðir fyrst um það. Þú mátt
hafa sjónvarpið. Ég get skilið það eftir, mér er alveg sama. Það er hvort
eð er svart-hvítt og orðið hálf lélegt. Góði hirtu það.
Hann hörfaði fram á ganginn og hún skellti hurðinni.
Niðurlútur gekk hann út úr húsinu og niður túnið. Sámur trítlaði
við hlið hans. Honum fannst húsbóndinn hálf dapurlegur.
— Svona fór um sjóferð þá, Sámur litli. Kannski var það best. En
við höfum þó sjónvarpið. Ætli við auglýsum nokkuð aftur fyrr en það
er orðið ónýtt.
HRÚTSHORNIN
Vermundur nokkur sem átti heima um tíma i Höfnum á Skaga, en seinna í
Króksseli í sömu sveit var kunnur fyrir stórlygasögur sinar.
Einu sinni sagðist Vermundur hafa tekið horn af hvítum hrút og sett á svartan hrút.
Síðan tók hann horn af svarta hrútnum og setti á þann hvíta, svo að báðir hrútarnir
höfðu mislit horn.
SELURINN
Einhverju sinni þegar Vermundur bjó í Króksseli, gekk hann til sjávar og hélt á
svipu í hendinni. Svo háttar til við sjóinn, að þar eru sextíu faðma há björg. Þetta var
seint á degi og var lygnt og gott veður. Vermundur gekk eftir björgunum í hægðum
sínum og vissi ekki fvrr til en bvlur kom og feykti honum langt út á sjó. Þegar
Vermundur kom niður vildi svo vel til, að hann lenti klofvega ofan á sel. Selurinn vildi
stinga sér, en Vermundur brá svipuólinni fyrir hausinn á honum og hélt honum uppi.
Selurinn tók nú að gerast órór og vildi til hafs, en Vermundur vildi stýra honum til
lands, og tókst loksins að koma honum alla leið upp í fjöru. Á leiðinni sló Vermundur
i selinn með svipu sinni hvað eftir annað, enda synti selurinn svo ákaft, að Vermundur
fann ekki til stormsins og var hann þó beint á móti honum. Þegar Vermundur kom
upp undir björgin, vafði hann svipuólina upp á hönd sér, en rotaði selinn með skaftinu
og steindrap hann. Björgin eru löng, og nennti Vermundur ekki að ganga fyrir þau.
Tók hann það því til bragðs, að hann fló selinn og risti skinnið í lengju. Þvi næst
varpaði hann öðrum endanum upp á bjargbrúnina og las sig upp eftir skinnlengjunni
með selsskrokkinn.
Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar.