Húnavaka - 01.05.1986, Page 51
HUNAVAKA
49
allbreytilegur, sumir lögðu trússið á sinn eiginn hrygg, aðrir voru á
bílum af ýmsum gerðum og stærðum, allt frá smábílum til stærstu
fjallatrukka.
Nokkur seinkun varð á för okkar um borð, kom það sér vel því að
mörgu var að hyggja. Útfylla þurfti skjöl og skilríki varðandi farþega
og bíla, sem fara ætluðu með skipinu. Bílunum var raðað á akreinar og
sátu bílstjórar og farþegar í þeim reiðubúnir að aka um borð. Loks
kom að því að hliðið opnaðist og bílarnir óku hver af öðrum inn í
bílalest skipsins. Var þeim raðað þar í stæði. Þarna er rými fyrir um
250 bíla en það var ekki nærri fullskipað að þessu sinni. Skamman
tíma tók að koma fólki og farangri í skipið og þá ekkert að vanbúnaði
að leysa landfestar og halda til hafs. Veður var kyrrt og sólarglæta
öðru hverju, svo að fólkið hópaðist saman á afturdekki skipsins til að
njóta góða veðursins og sjá bæina út með firðinum, sem kúra undir
tignarlegum fjöllum. Dalatangi er þarna á hægri hönd á nestánni,
einmana og langt frá öðru byggðu bóli, en þó svo kunnur af fréttum.
Þarna býr húsfreyjan þýska sem ræktar blóm og suðræn aldin í garði
sínum í hnjúkaþey frá fjöllunum. Smám saman fjarlægðist landið og
varð síðast eins og smá rönd við hafsbrún. Sá ég ekki betur en fjöllin
kinkuðu kolli til okkar í kveðjuskyni.
Ferjan er myndarskip, það er 8000 brúttólestir, 129 m langt og 21 m
að breidd. Kojur eru fyrir 800 farþega og auk þess er svefnpláss í sölum
og göngum fyrir 250 manns. Tveir stórir matsalir eru á skipinu, annar
með skyndibitasniði, þar var hægt að fá flest það sem svangan og
þyrstan ferðamann langaði í án fyrirvara. Hinn matsalurinn var fínni
með djúpum hægindastólum og þjónar gengu um beina. Við borð-
uðum þar einu sinni, var þá boðið upp á kalt borð með ótal réttum, svo
að þolraun var að komast yfir að bragða á þeim öllum. Máltíðin
kostaði 90 kr. danskar á mann, en þá upphæð þurfti að þrefalda á
þessum tíma til að fá verðmiðun í íslenskum krónum. Barinn er stór og
vistlegur, enda notaður óspart af farþegunum. Létt tónlist ómaði um
salinn og þjónarnir höfðu varla við að blanda drykk ferðarinnar
„Norröna spesial11.
Ekki má gleyma fríversluninni, hún virtist hafa mikið aðdráttarafl.
Þar fékkst aðallega vín, tóbak, sælgæti og smærri gjafavörur, einkum
fyrir kvenfólkið. Vínið kostaði litlu meira en kók á Islandi. Notuðu
menn sér það óspart, því hver virtist geta fengið það sem hann var
borgunarmaður fyrir. Ekki virtist hugað að því að frá borði mátti ekki
4