Húnavaka - 01.05.1986, Page 56
54
HUNAVAKA
Islands árið 1950 og þá sennilega við endurvígslu kirkjunnar. Fannst
mér biblían vera þarna einmana og umkomulaus á framandi slóð.
Mikill búskapur var hér í Kirkjubæ fyrr á öldum, er talið að þá hafi
verið hér um 50 hús og bústofninn um 200 nautgripir og 5000 kindur.
Þá var hér stór grasigróinn hólmi fram undan Kirkjubæ, en um 1400
gerði stórviðri mikið með miklum straum, hvarf þá land þetta með
öllu sem á því var.
Nokkur búskapur er hér núna og tún meiri og samfelldari en víða
annars staðar, sem við sáum. Þegar við vorum að snúast þarna
heyrðum við að mjaltavélarmótor var settur í gang. Stóðumst við
Sigurgeir í Stekkjardal þá ekki mátið, runnum á hljóðið og komum
fljótlega að fjósi sem við réðumst til inngöngu í með hálfum hug.
Þarna var danskur fjósamaður við mjaltir. Tók hann okkur með mestu
vinsemd og gaf sér góðan tima til að reyna að tala við okkur.
1 fjósinu voru 20 mjólkurkýr auk geldneyta. Kúnum er gefið inni
allt árið og heyfóðrið eingöngu vothey. Þá var kúnum gefið grófmulið
eða knúsað bygg, blandað fiskimjöli og fleiru. Kýrnar eru stórar og vel
aldar. Þær eru af norsku kúakyni og sæði sem notað er, er fengið frá
Noregi. Meðalinnlegg á kú kvað fjósamaður vera 4.500 lítra. Fjósið var
vel búið tækjum, rörmjaltakerfi af Alfa Laval-gerð og mjólkurtankur.
í flór var rist með sköfum sem flutti mykjuna i geymi eða tank utan við
fjósið.
Talsverðan tíma tók þessi úttekt okkar á kúabúskapnum, svo að
þegar við komum til ferðafélaganna var þeim farið að leiðast biðin og
höfðu á orði að best hefði verið að skilja okkur þarna eftir.
Um eyjar og sund
Snemma dags, annan daginn sem dvalist var í Færeyjum, ákváðum
við að fara til Viðeyjar. Ffún teygir sig lengst til norðurs af eyjunum og
Viðareiðið er nyrsta byggðin. Frá nyrsta odda Viðeyjar til syðsta tanga
Suðureyjar eru um 330 km í hásuður. Munar mjög mikið um þetta
hvað gróður og veðurfar snertir.
Til að stytta okkur leið og auka á fjölbreytnina, tókum við áætlun-
arferjuna, Þernuna, í Þórshöfn til Tófta sem eru við Skálafjörð sunn-
arlega á Austurey. Ekið var á bílunum um borð. Veður var gott,