Húnavaka - 01.05.1986, Page 60
58
H U N A V A K A
laust. Þá er færeyskan það lík íslenskunni að það er engum vand-
kvæðum bundið að skilja hana þótt málakunnátta sé lítil, þó kemur
það fyrir að maður kemst i nokkurn vanda. Þar sem aðgangur er
bannaður fyrir aðra en starfsfólk stendur oft á hurðum „Bert starfs-
fólk“. Herbergi kallast kamar eða kamarið, barnavagn kalla Færey-
ingar afleiðingarvogn og þannig mætti lengi telja.
Frá Leirvík ókum við til baka að Skálafirðinum og nú inn með
honum og norður Austurey, i jarðgöng sem liggja gegnum fjallið Skalla
og þaðan að brú sem tengir saman Straumey og Austurey, þá var
snúið til suðurs um þorpin Hvalvik og Hósvik, litið þar i kirkjugarðinn
því fátt lætur forvitinn fram hjá sér fara.
Nú var slegið í, enda gatan greið, ekið suður Straumeyna og ekki
numið staðar fyrr en við hlaðið borð af krásum á Hótel Færeyjar.
Til Vestmanna
Eftir góða hvild og morgunverð, var litið til veðurs. Enn var bjart og
gott veður, en þoka lá í hliðum fjallanna. Færeyingar kalla slika þoku
,,pollamjólk“ og er hún víst mjög algeng hér. Ekki létum við lítils
háttar þokusúld hefta för og tókum stefnuna til bæjarins Vestmanna. f
fyrstu liggur leiðin norður Straumeyna þar til kemur að vegamótum
inn af Kollafirði, þar er beygt fyrir fjallið Leinir og niður að Kvivík en
hún er niður við sjó við Vestmannasund. I Kvívík er nokkur byggð-
arkjarni og ræktun meðfram ströndinni. Niður við sjóinn eru fórn-
minjar frá víkingaöld, sem grafnar voru upp. Þarna eru tóftir og
grunnar tveggja húsa. Hafa þetta verið sporöskjulöguð hús hlaðin úr
torfi og grjóti. Annar grunnurinn ber þess merki að þar hafa langeldar
brunnið á hellulögðu gólfi, en fólk hafst við á hlöðnum steinbálkum.
Hitt húsið hefur verið notað sem gripahús og hlaða, sáust básar og flór
mjög greinilega. Líktist þetta mjög fjósi sem grafið var upp fyrir
skömmu að Stöng í Þjórsárdal.
Nokkur spölur er frá Kvivík til Vestmanna og liggur vegurinn
meðfram sjónum í hlíðum Egilsfjalla. Rétt við bæinn er vatnsvirkjun,
þar eru þrjár ár leiddar saman og nokkur vatnsmiðlun mun vera í
vötnum uppi á fjallinu. Vestmanna er snyrtilegur bær eins og raunar
allir bæir og þorp sem við komum til. Nokkur ræktun er út frá bænum