Húnavaka - 01.05.1986, Page 62
60
H U N A V A K A
og þegar við komum þangað var presturinn þar mættur til að undir-
búa messugjörð. Tók hann okkur vel, sýndi okkur kirkjuna og ýmsa
gamla muni sem þar voru geymdir. Mikill útskurður er á tréverki í
kirkjunni og bekkir afstúkaðir eins og í Hóladómkirkju. Bauð prestur
okkur að hlýða á messu, en við afþökkuðum, kváðumst hafa hug á að
vera við messu í Vesturkirkjunni í Þórshöfn.
Landið og búskapur
Færeyjar eru um það bil í miðju Norður-Atlantshafi. Um eyjarnar
leika hlýir hafstraumar, sem ráða eflaust miklu um gróður og veðurfar.
Eyjarnar eru 18 og flestar hafa verið byggðar. Milli eyjanna eru þröng
sund og víða stríður straumur. Fjörur eru litlar sem engar og aðdýpi
við löndin. Upp frá fjörðum og sundum rísa brattar fjallahlíðar grasi-
og mosagrónar upp á fjallabrúnir. Fjöllin eru ekki mjög há, þetta um
300-500 m yfir sjávarmál. Þó rís Slættaratindur í 830 metra eins og
kunnugt er. Sums staðar ganga fjöllin snarbrött í sjó fram og flatlendi
er rnjög af skornum skammti. Helst er það inni í fjarðarbotnunum og
þar er byggðin í smáum og stórum þorpum. Hlíðar fjallanna eru víða
sundurskornar af lækjarskorningum sem eru þurrir í þurrkum en
verða að beljandi ám og lækjum í rigningu. Gróðurinn þolir illa þurrk,
því jarðvegurinn er mjög grunnur og heldur illa í sér rakanum og ef
ekki kæmi til þessi mikla úrkoma sem hér er, er hætt við að jarðveg-
urinn fyki á haf út. Bergið er mest grágrýti, rnikið sprungið, og gangá
berglögin víða langsum eftir hlíðunum og sést hvernig landið hefur
hlaðist upp.
Allt efni í stevpu er unnið í grjótnámum því möl og sandur sést varla
i nokkrum mæli. Grjótnámurnar eru snyrtilega umgengnar, bergið
sprengt niður í stöllum og mulið svo sem með þarf hverju sinni.
Gróður er fremur fábreyttur. Uppistaðan i gróðrinum eru língrös og
mosar, þegar kemur upp á fjöllin. Hrís, viðir og annar kvistgróður
virðist mjög sjaldgæfur. Kannski er það vegna mikillar seltu frá sjón-
um, þó held ég að sauðkindin eigi hér stærstan hlut, því víða var
úthaginn bitinn niður í rót.
Um 70.000 fjár er í Færeyjum og lifir allt árið á útigangi. Hlynnt er
að því í aftökum á vetrum og um sauðburð, þá er fénu gefið úti og haft
\
J