Húnavaka - 01.05.1986, Page 65
HUNAVAKA
63
hafði talað samfleytt í um tvo tima var mér farið að finnast nóg af svo
góðu, var ég farinn að huga að Ieið til útgöngu en það var ekki greitt
um göngu. Fólkið sat og stóð þar sem pláss var og börnin, þau
minnstu, voru sofnuð á gólfinu. Mikið var sungið og spilað á ótal
hljóðfæri, þá komu fram einsöngvarar og tveir kórar. Lögin sem
sungin voru, voru létt og fjörug og gáfu samkomunni sérstakan blæ.
Fólkið tók þátt í þessu af lífi og sál og mér virtist gæta dáleiðslu-
áhrifa hjá fólkinu í lok samkomunnar, það fórnaði höndum, vitnaði og
hrópaði „halelúja“. Hlutlaus áhorfandi verður þarna eins og sauður
sem villst hefur í skakka hjörð.
Margar eru nú leiðirnar að dyrum drottins hugsaði ég þegar út var
komið og hraðaði för heim á hótelið, en þar biðu krásir á borðum.
í Þórshöfn
Milli ferða um eyjarnar notuðum við tímann til að skoða okkur um
í Þórshöfn. Bærinn er þrifalegur, allar götur með bundnu slitlagi og
húsum vel við haldið. Garðar eru víða við hús, með talsverðu trjá- og
blómaskrúði. Niður við höfnina eru mörg gömul timburhús með
torfþaki. Göturnar milli þessara húsa eru svo þröngar að þar geta vart
meira en þrir gengið samsíða. Fátt er um háhýsi, en upp úr standa
Hótel Hafnía, sjúkrahúsið, skólar og Vesturkirkjan. Þá er íþróttahúsið
mjög sérkennileg bygging.
Eflaust fara flestir ferðamenn sem hingað koma í Norðurlandahús-
ið. Það á að gegna sama hlutverki og Norræna húsið í Reykjavík.
Húsið er nýbyggt og var tekið í notkun skömmu áður en við komum
þar. Ekki lætur hús þetta mikið yfir sér til að sjá. Það er lágreist og með
grasigrónu torfþaki. En þegar nær er gengið og inn komið skortir
fáfróðan skoðanda orð til að lýsa húsinu. ,,Að fortíð skal hyggja ef
frumlegt skal byggja“.
Hús þetta er gott dæmi um það hvað hægt er að gera ef hug-
myndaflug og sköpunargleði er óheft og ekki þarf að horfa í kostnað-
inn. Þegar við komum í húsið var verið að undirbúa tvenna tónleika.
Veitingar voru þarna, vel útilátnar. Eitt herbergi hússins var innréttað
með básum merktum hverju Norðurlandanna, þar voru dagblöð og