Húnavaka - 01.05.1986, Síða 75
HUNAVAKA
73
heiti, sem hagyrðingar og rímnaskáld hafa beitt allt fram á þennan
dag, eiga sér samfellda sögu sem rakin verður aftur til Braga gamla á
níundu öld. Ýmsar myndir og líkingar í nútímakveðskap bera glöggt
með sér að enn geta skáld verið fús til að nema af fyrri skáldum.
Allt um það getur heimur fornskálda verið harla myrkur og fjar-
lægur okkur. Hér er margs að gæta, en þó er það einkum þrennt sem
tefur og tálmar réttan skilning á ýmsum kvæðum sem hér voru ort á
fyrstu öldum íslands byggðar. 1 fyrsta lagi notuðu fornskáldin sæg af
orðum sem hafa aldrei tíðkast í daglegu máli hérlendis. Algengum
hlutum voru gefin annarleg heiti, sem oft munu hafa verið ævaforn
arfur frá ómunatíð. Þannig þurftu skáldin ekki að beita orðunum land
og jörð, heldur höfðu þau mörg samheiti á takteinum, svo sem barmur,
bjöð, eskja, fjörgyn, gyma, hauður, hjarl, hlöðyn, hró, rá og rofa, og er þá sleppt
ýmsum heitum jarðar sem enn eru notuð i skáldskap og raunar víðar,
t.a.m. fold, frón, láð og slrind, en þó er margt ótalið. í öðru lagi eru það
kenningarnar, sem ganga miklu lengra í þvi að dylja merkingar en nú
þykir sama í ljóðagerð. Kenningarnar geta verið sérstaklega örðugar
viðfangs þegar þær eru samansettar af fornum heitum. Líkingamálið
gat verið býsna flókið og langsótt, og sum skáldin tefldu fram gátum
til að rugla lesanda sem mest í ríminu. Og í þriðja lagi leyfðu forn-
skáldin sér þann munað að raða orðum með undarlegum hætti: þau
kinokuðu sér ekki við að þverbrjóta þær reglur um orðaröð sem tíðkast
enn í óbundnu máli.
Þótt margar vísur undir dróttkvæðum hætti séu torskildar
nútímamönnum, þá mun reyndin verða sú að þeim sem leggja það á
sig að brjóta slíkan kveðskap til mergjar þykir fyrirhöfnin lítil hjá þvi
yndi sem þeir njóta af vel gerðu kvæði. f hópi þeirra skálda í heiðnum
sið sem enn veita unað áhugamönnum um ljóðagerð eru tveir Hún-
vetningar, þeir Kormákur Ögmundarson frá Mel í Miðfirði og Hall-
freður Óttarsson frá Haukagili í Vatnsdal. Hallfreður lifði þó nokkur
misseri fram yfir kristnitökuna árið 1000, og var þessi orðhagi Vatns-
dælingur svo hugulsamur að láta eftir sig kveðskap um trúarskipti sín.
Þeir Kormákur og Hallfreður yrkja broddinn í bókmenntum Hún-
vetninga, en þeim er þó fleira sameiginlegt. Báðir kveða þeir um
konur, og um bæði skáldin eru ortar sögur. Þeir voru miklir snillingar
og iðkuðu orðsins list af slíkri alúð að fáir stóðu þeim á sporði. Sumar
vísur þeirra eru svo vel úr garði gerðar að á þeim sjást engin ellimörk,
og munu þær ekki fyrnast meðan Húnavatnsþing er byggt.