Húnavaka - 01.05.1986, Side 76
74
II U N A V A K A
Kveðskapur Hallfreðar er ekki ýkja mikill vöxtum: brot úr fjórum
kvæðum, eitt þeirra raunar ekki nema tvær ljóðlínur, og 28 lausavísur.
Hallfreður orti í ýmsu skyni, bæði lof og níð, mansöng og saknaðar-
kvæði, og þó þykir ekki síst til þess koma sem hann kvað um sjálfan sig.
Lofkvæðin eru tvær drápur; önnur um Hákon Hlaðajarl, sem var
myrtur árið 995; hitt um eftirvera hans Ólaf Tryggvason, sem féll í
orrustu fimm árum síðar.
Þegar við lesum Hákonardrápu er eins og við séum að horfa út um
glugga sem veit aftur að tíundu öld. Kvæðið er talið vera ort um 990,
og í því örlar hvergi fyrir neinni kristni; það er jafn heiðið og skáldið
sjálft. Drápan er haglega slungin saman af þremur þáttum. í fyrsta
lagi fjallar hún um baráttu Hákonar jarls til ríkis í Noregi, og er sá
aðaltilgangur hennar. í öðru lagi geymir hún glefsur úr heiðinni
goðafræði, og í þriðja lagi birtir hún kynni skáldsins af norskri náttúru.
Ahrifamesta atriðið í líkingamáli kvæðisins eru þær táknrænu myndir
sem skáldið dregur upp af Noregi: landið verður að konu, sem jarlinn
ginnir til ásta við sig, og lýkur þeirri viðureign með fullum sigri hans.
,Jörð fer undir hinum örláta manni,“ segir skáldið.
í goðafræði er gyðjan Jörð talin vera ástkona Óðins, og hún var
vitaskuld einnig jörðin sjálf. Þessa tvígildu merkingu sem fólgin er í
heitinu Jörð notfærir Hallfreður sér út í ystu æsar. í bókstaflegri
merkingu lýtur kenningin biðkvon Óðins að eyrarúnu hins forna goðs, en
Hallfreður hnikar málum svo til að hún táknar Noreg; þessi biðkvon
Óðins er að því leyti frábrugðin venjulegum konum og gyðjum að hún
er barr-hödduð: barrskógar Noregs minna skáldið á fagur-hærða konu.
Víkingurinn Hákon spenur konuna undir sig með sannyrðum sverða:
biturt stálið í höndum jarls fer ekki með nein skrökmál þegar hann
berst til valda; að því leyti er hann ólíkur þeim mönnum sem tæla
konur með fagurmálum, enda er hann tregur að láta hana eina eða
skilja við hana, eins og nú er komist að orði.
„Þau ráð tókust,“ segir skáldið, „að snjallráður spjalli (þ.e. vinur)
konunga átti einkadóttur Ónars (jörð, Noreg), gróna viði,“ þar sem
tvö síðustu orðin gróna viði eru hliðstæð við barrhaddaða í fyrra erindinu.
í goðafræðinni var Ónar faðir Jarðar, svo að kvæðið fræðir okkur
dálítið um uppruna gyðjunnar; á öðrum stað í drápunni er Jörð kölluð
systir Auðs, því að svo hét bróðir hennar í fornum fræðum. Og enn
segir skáldið að víkingurinn teygði að sér breiðleita brúði Óðins með
ríkismálum stála. Orðtakið ríkismálum stála gegnir sama hlutverki og