Húnavaka - 01.05.1986, Page 77
HUNAVAKA
75
orðtakið sannyrðum sverða sem ég nefndi áðan: maðurinn glepur konuna
með máttugum orðum stáls.
Hér er myndríkt og þróttmikið mál, jafnvel þótt ég geri allt ein-
faldara en það er í drápunni sjálfri. í heimi skálda gengur auðugri
tunga en á vörum þjóðar, og þar heita hlutirnir öðrum nöfnum en
tíðkast í daglegu máli, enda hafa þeir fjölbreytilegra eðli í skáldskap en
í veruleika.
Hallfreður lætur sér ekki nægja að þiggja efni og hugmyndir úr
heimi heiðinna goða, heldur víkur hann einnig að fornum hetjusög-
um. Þannig kennir hann hlífar manna og vopn við eftirminnilega
kappa i kvæðum og öðrum minnum. Brynjurnar verða í drápu Hall-
freðar hamri slegnar Högna voðir, sem minnir á þann Högna sem berst í
Hjaðningavígum allt til Ragnaraka. Ekki tíðkast að voðir séu slegnar
hamri, þótt slíkt eigi við um voðir Högna. í annarri vísu eru brynjur
kallaðar skyrtur Hamðis, og er þá kennt við þann Hamði í hetjukvæðum
sem hné að húsbaki þegar Sörli bróðir hans féll að salar gafli. Þeir voru
synir Guðrúnar Gjúkadóttur og fóru að áeggjun hennar á hendur
Jörmunreki konungi að hefna Svanhildar systur sinnar. En svo hug-
ulsamur sem Hallfreður var, myndi undarlegt þykja af hann hefði
Sörla útundan í slíku listaverki, enda eru brynjur í næsta erindi kall-
aðar föt Sörla, og er þá enn vikið að sama minni og sömu aðferð beitt.
Góðskáldum er sú snilld i brjóst lagin að vita nákvæmlega hve oft má
endurtaka sömu hugmynd án þess að kvæði spillist við, og einnig hitt
hvernig best er að haga tilbrigðum. I þriðju hetjusögninni er talað um
þann Egil sem var afburða skyti eða bogmaður, og því getur Hall-
freður leyft sér kalla boga í orrustum vopn Egils: „Ó-lítið hryn-gráp
(þ.e. hagl-él) Egils vopna brestur úti hart á Hamðis skyrtum,11 er býsna
mögnuð lýsing á örvadrifi í orrustu:
Ólítið brestur úti
unndýrs frömum runnum víkingum
hart á Hamðis skyrtum
hryngráp Egils vopna.
En þegar svo bauð við að horfa, gat Hallfreður notað einfaldara mál
og án nokkurs stuðnings af fornum minnum. Einn visuhelmingur i
Ólafsdrápu Tryggvasonar um hernað konungs hljóðar á þessa lund: