Húnavaka - 01.05.1986, Page 78
76
HUNAVAKA
Svo frá eg hitt að háva
hörgbrjótur í stað mörgum
(oft kom hrafn að) heiftum
hlóð valköstu (blóði).
Hér er fátt sem tefur skilning nema röðin á orðunum, enda verður
allt deginum ljósara þegar vísan er tekin saman: Svo frá (frétti, af
sögninni að fregna) eg hitt, að hörg-brjótur hlóð háva valköstu í
mörgum stað heiftum (þ.e. af mikilli heift). Oft kom hrafn að blóði.
f þessu erindi er eins og skáldið hafi tekið sér hvíld frá þeirri frjóvu
orðsköpun sem sérkennir mikið af kveðskap hans. Tilgerðarlaust mál-
far gefur blóðbaði víkinga næsta raunsæjan blæ. Orðið hörgbrjótur
minnir vitaskuld á baráttu Ólafs gegn heiðnum sið, og sama máli
gegnir um lýsingarorðið vé-grimmur i næstu vísu á eftir. Þannig tekur
skáldið í sama strenginn oftar en um sinn, og styrkir slík viðleitni alla
gerð kvæðisins.
í erfidrápu Hallfreðar um Ólaf Tryggvason bregður fyrir ýmsum
tilfinningum. Skáldið dáist að konungi sínum og saknar hans, og þó er
treginn tvíræður öðrum þræði: skáldið veit ekki til hlítar hvort hann
yrkir um dauðan mann eða kvikan; sá kvittur komst á kreik eftir
Svoldarorrustu að konungur hefði sloppið lifs úr bardaga.
En skáldið lætur engan skugga falla á frægð konungs eða orðstír:
Orð var hitt, að harðast,
hvarkunnur, fyr lög sunnan,
mest, í málma gnaustan
minn drottinn fram sótti.
Svo hljóðar eitt erindið með réttri samskipan orða, þótt stafsetning
sé með nútíma móti. Orðtakið málma gnaustan merkir vitaskuld „vopna
dyn“, „orrustu.“ Að öðru leyti verður allt auðskilið þegar tekið er
saman:
Hitt orð var mest, að drottinn minn, hvarkunnur,
sótti harðast fram í málma gnaustan fyr sunnan lög.
Erfidrápan er einum þræði minnismerki um hugrekki og hetjuskap,
og hefur því nokkurt heimildargildi um hugsjónir hermanna og skálda