Húnavaka - 01.05.1986, Page 80
78
H U N A V A K A
hlutverki. í samræmi við orðið flugstyggur segir skáldið að konungur
væri lœstyggur: hann varaðist sviksemi (læ) eins og heitan eldinn. I
stefinu er snilldarlega lýst þeim tómleika sem menn þola við fráfall
vinar: Öll Norðurlönd eru auð. Hitt er ekki síður athygli vert, að við
lát hins mikla hermanns og víkings er það sjálfur friðurinn sem biður
mestan hnekk.
í efsta erindi drápunnar segir Hallfreður af þeirri stöku ýkjusemi
sem lofskáldum er tamari en öðrum: „Fyrr mun heimur og himnar
bresta i tvennt en gæðingur glíkur hugreifum Ólafi að góðu muni
fæðast. Hann var mest gott mennskra manna.“ Síðasta setningin mun
vart eiga sinn líka i fornum letrum okkar, en þær hamfarir náttúru
sem skáldið vikur að eru ekki sérlega frumlegar heldur eiga þær sér
ýmsar hliðstæður og fyrirmyndir allt aftur til Rómverja hinna fornu.
Þótt drápur Hallfreðar séu í hávegum hafðar með þeim mönnum
sem leggja stund á fornan skáldskap, þá munu lausavisur hans njóta
öllu meiri vinsælda. Skal þar fyrst geta um 36 ljóðlínur sem hann yrkir
um trúarskipti sín. f Hallfreðar sögu (Möðruvallabók) segir um
skáldið: „Og allmjög lofaði hann goðin og kvað mönnum það illa
takast, er menn löstuðu þau.“ En í Ólafs sögu Tryggvasonar er farið
vægar í sakirnar: „Hallfreður lastaði ekki goðin, þó að aðrir menn
hallmæltu þeim; kvað eigi þurfa að ámæla þeim, þó að menn vildu
eigi trúa á þau.“ Hér er um merkilegt umburðarlyndi að ræða, og
kemur það heim við vísur skáldsins. Hin fyrsta hljóðar svo:
Fyrr var hitt, er harra
Iíliðskjálfar gat eg sjálfan harri Hliðskjálfar: Óðinn
— skipt er á gumna giftu —
geðskjótan vel blóta.
Engum kemur á óvörum, þótt hinn geðsnari Óðinn hafi fallið
Hallfreði vel í geð, enda var eðlilegt að skáld dýrkaði guð skáldskapar.
Að þessu víkur hann í næsta erindi, að allir menn hafi skipað ljóðum
til hylli Óðins: „Eg man algilda iðju forfeðra minna. Og af því að vald
Óðins hugnaðist mér vel, legg eg trauður hatur á þenna frumver
Friggjar, því að eg þjóna Kristi.“ Orðtakið/ruwwr (þ.e. fyrsti ástmað-
ur) Friggjar er notað hér ekki einungis sem samheiti á Óðni, heldur
einnig sérstaklega í því skyni að minna á fornar ástir með Ásum, en
kristnu fólki hefur jafnan verið litt gefið um slíkar goðsagnir.